Sumarstörf námsmanna 2021

Stjórnvöld ætla að verja um 2,4 milljörðum króna í í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Stefnt er að því að til verði um 2.500 störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. 

Lesa meira

Almennt atvinnuleysi var 11,0% í mars

Almennt atvinnuleysi var 11,0% í mars og minnkaði úr 11,4% í febrúar. Atvinnuleysið var 11,6% í janúar, 10,7% í desember og 10,6% í nóvember.

Lesa meira

Hópuppsagnir í mars

Engar tilkynningar um hópuppsagnir í mars höfðu borist Vinnumálastofnun síðla miðvikudagsins 31.mars.

Lesa meira

Yfirlýsing Vinnumálastofnunar vegna afgreiðslu Ábyrgðasjóðs launa á kröfum starfsmanna í þrotabú Menn í vinnu

Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar og yfirlýsingar Eflingar í dag um afgreiðslu Ábyrgðasjóðs launa á kröfum starfsmanna í þrotabú Menn í vinnu, vill Vinnumálastofnun koma eftirfarandi á framfæri:

Lesa meira


Hópuppsagnir í febrúar

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar þar sem 287 starfsmönnum var sagt upp störfum í verslun og flutningum flestum á höfuðborgarsvæðinu 259 og 28 á Norðurlandi eystra.  Uppsagnirnar taka flestar gildi í júní.  

Lesa meira

Heildaratvinnuleysi í janúar var 12,8%

Almennt atvinnuleysi var 11,6% í janúar og jókst úr 10,7% í desember. Vegna Covid-19 faraldursins er gert ráð fyrir að talsverð fækkun verði á vinnumarkaði á fyrstu mánuðum ársins 2021 frá árinu 2020. Vinnuaflstalan að baki atvinnuleysisútreikningum lækkar því nokkuð frá því í desember, sem skýrir allnokkra hækkun atvinnuleysis þrátt fyrir að atvinnulausum fjölgi ekki að ráði. Meðalfjölgun atvinnulausra var þannig 527 í janúar.  Sjá nánar:

Lesa meira

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar opna að nýju

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar munu opna um land á næstu dögum en panta þarf tíma áður en mætt er. 

Lesa meira

Hópuppsagnir í janúar 2021

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar.

Lesa meira

Umsókn um endurgreiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar á vef Vinnumálastofnunar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna endurgreiðslna til íþróttafélaga á vef Vinnumálastofnunar en stofnuninni var falið af hálfu félags- og barnamálaráðherra að sjá um framkvæmd laga nr. 155/2020 um greiðslur vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs.

Lesa meira

Vinnumálastofnun tekur þátt í Nýsköpunardeginum

Vinnumálastofnun tekur þátt í Nýsköpunardeginum sem fer fram 21. nóvember. Það eru margir spennandi fyrirlestrar eða Nýsköpunarmolar, þar sem opinberir vinnustaðir segja frá spennandi verkefnum sem hrint hefur verið í framkvæmd á liðnu ári. Vinnumálastofnun ætlar að segja frá Innleiðingu á snjalmenninu Vinný.

Lesa meira

Heildaratvinnuleysi í desember var 12,1%

Almennt atvinnuleysi var 10,7% í desember og jókst úr 10,6% í nóvember. Atvinnuleysið var 9,9% í október, 9,0% í september og 8,5% í ágúst. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í janúar og verði á bilinu 11,3% til 11,7%.  Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli var svipað í desember og í nóvember eða um 1,4% en fækkaði um 340 frá nóvember. 

Lesa meira

Þú hefur skoðað 156 fréttir af 244

Sýna fleiri fréttir
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk.  Óskert desemberuppbót er 104.955.- krónur. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þau sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2024 og hafa verið að fullu tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2024.

Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt innan atvinnuleysistryggingakerfisins reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysisbóta á árinu 2024 og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Uppbótin verður þó aldrei lægri en sem nemur 26.239 krónum.

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk. Ef atvinnuleitandi var á atvinnuleysisskrá hluta af nóvember en afskráður fyrir 20. nóvember á hann rétt á uppbótinni svo lengi sem viðkomandi fékk greiddar atvinnuleysisbætur vegna nóvember eða tók út biðtíma.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni