Umsókn um endurgreiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar á vef Vinnumálastofnunar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna endurgreiðslna til íþróttafélaga á vef Vinnumálastofnunar en stofnuninni var falið af hálfu félags- og barnamálaráðherra að sjá um framkvæmd laga nr. 155/2020 um greiðslur vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs.

Með lögunum er stuðlað að því að íþróttafélög og önnur sambönd sem starfa innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands geti hafið óbreytta starfsemi að nýju eftir að þeim var gert að fella niður starfsemi á tilteknu tímabili, að hluta eða jafnvel öllu leyti vegna opinberra sóttvarnararráðstafanna. 

Markmiðið með þessari lagasetningu er að sem minnstar raskanir verði á íþróttastarfi á Íslandi til lengri tíma litið vegna faraldursins.
Vinnumálastofnun og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tóku höndum saman og hafa unnið í sameiningu að mótun verklags varðandi umsóknarferlið með það að leiðarljósi að einfalda umsýslu og ferlið í heild sinni.

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um endurgreiðslur til íþróttafélaga

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni