Samstarfsamningur undirritaður vegna rannsóknar á sviði fæðingarorlofs
Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og Háskóli Íslands hafa undirritað með sér þríhliða samstarfssamning til þriggja ára vegna frekari rannsóknar á sviði fæðingarorlofs. Það eru þau Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf, og Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, sem munu stýra rannsókninni sem ber heitið Taka og nýting á fæðingarorlofi.