Samstarfsamningur undirritaður vegna rannsóknar á sviði fæðingarorlofs

Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og Háskóli Íslands hafa undirritað með sér þríhliða samstarfssamning til þriggja ára vegna  frekari rannsóknar á sviði fæðingarorlofs.  Það eru þau Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf, og Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, sem  munu stýra rannsókninni sem ber heitið Taka og nýting á fæðingarorlofi.

Lesa meira

Breytingar um áramót vegna atvinnuleysisbóta

Framlenging hlutabótaleiðar

Lesa meira

Hópuppsagnir í desember 2020 og á árinu 2020

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember 2020 þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum, 94 í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021.

Lesa meira

Opnunartími yfir hátíðirnar

Vinnumálastofnun verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag.

Lesa meira

Fréttatilkynning vegna upplýsingagjafar um fjölda tilkynntra hópuuppsagna

Vinnumálastofnun hefur ákveðið að upplýsingar um fjölda tilkynntra hópuuppsagna verði framvegis birtar á heimasíðu stofnunarinnar 2. dag hvers mánaðar.

Lesa meira

Heildaratvinnuleysi í nóvember var 12,0%

Almennt atvinnuleysi var 10,6% í nóvember sem er nokkur aukning frá fyrri mánuðum en minna en spár gerðu ráð fyrir(10,8%). Atvinnuleysið var 9,9% í október, 9,0% í september og 8,5% í ágúst.

Lesa meira

Hópuppsagnir í nóvember

Alls bárust Vinnumálastofnun 2 tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember, þar sem 40 starfsmönnum var sagt upp störfum, 27 í fjármálastarfsemi og 13 í heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Lesa meira

Desemberuppbót  til atvinnuleitenda

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Hámarksfjárhæð desemberuppbótarinnar er 86.853 kr.  Með hverju barni á framfærslu atvinnuleitanda er greitt aukalega 6% af óskertri desemberuppbót eða 5.211 kr. fyrir barn yngra en 18 ára.

Lesa meira

Fæðingar- og foreldraorlof í 20 ár - Ársfundur Vinnumálastofnunar 2020

Ársfundur Vinnumálastofnunar 2020 verður haldinn fimmtudaginn 19. nóvember kl. 15:00.

Lesa meira

Heildaratvinnuleysi var 11,1% í október

Almennt atvinnuleysi var 9,9% í október sem er nokkur aukning frá fyrri mánuðum. Atvinnuleysið var 9,0% í september, 8,5% í ágúst og 7,9% í júlí.Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli jókst í október og var 1,2%, en var 0,8% í september og 0,9% í júlí og ágúst.

Lesa meira

Hópuppsagnir í október

Alls bárust 2 tilkynningar um hópuppsagnir í október, þar sem 70 starfsmönnum var sagt upp störfum, 35 í verslunarstarfsemi og 35 í veitingastarfsemi langflestum á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

Heildaratvinnuleysi í september var 9,8%

Almennt atvinnuleysi var 9,0% í september sem er nokkur aukning frá fyrri mánuðum. Atvinnuleysið var 8,5% í ágúst, 7,9% í júlí og 7,5% í júní. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli lækkaði lítið eitt í september og var 0,8%, en var 0,9% í júlí og ágúst og hafði þá lækkað mikið frá því í vor. 

Lesa meira

Þú hefur skoðað 168 fréttir af 244

Sýna fleiri fréttir
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk.  Óskert desemberuppbót er 104.955.- krónur. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þau sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2024 og hafa verið að fullu tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2024.

Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt innan atvinnuleysistryggingakerfisins reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysisbóta á árinu 2024 og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Uppbótin verður þó aldrei lægri en sem nemur 26.239 krónum.

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk. Ef atvinnuleitandi var á atvinnuleysisskrá hluta af nóvember en afskráður fyrir 20. nóvember á hann rétt á uppbótinni svo lengi sem viðkomandi fékk greiddar atvinnuleysisbætur vegna nóvember eða tók út biðtíma.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni