Fæðingar- og foreldraorlof í 20 ár - Ársfundur Vinnumálastofnunar 2020

Ársfundur Vinnumálastofnunar 2020 verður haldinn fimmtudaginn 19. nóvember kl. 15:00.

Yfirskrift fundarins er Fæðingar- og foreldraorlof í 20 ár en á þessu ári eru tuttugu ár liðin frá gildistöku laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof. Af því tilefni mun ársfundur Vinnumálastofnunar fjalla um fæðingar- og foreldraorlof út frá mismunandi sjónarhornum. 
Fundarstjóri: Leó Örn Þorleifsson, sviðsstjóri Réttindasviðs Vinnumálastofnunar.

Vegna  COVIDS -19 verður ársfundurinn haldinn með rafrænu sniði og verður streymt af heimasíðu Vinnumálastofnunar: www.vmst.is

 Dagskrá:

 15:00-15:10     Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra

15:10-15:20     Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar

 Erindi:

 15:20-15:30     ,,Hún tók fyrstu skrefin hjá mér" - Upplifun feðra í orlofi
                          Ingólfur V. Gíslason, Prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

 15:30- 15:40     Meðaldagafjöldi fæðingarorlofs og fæðingarstyrkja
                          Leó Örn Þorleifsson, sviðsstjóri Réttindasviðs Vinnumálastofnunar

 15:40-15:50      Fæðingarorlofsnýting og umönnun barna á 21. öld
                          Ásdís Aðalbjörg Arnalds, Starfandi forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands

 15:50-16:00       Fæðingarorlofið og frjósemi, fyrir og eftir hrun
                           Ari Klængur Jónsson, verkefnastjóri á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands

 Samantekt fundarstjóra að loknum erindum.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni