Breytingar um áramót vegna atvinnuleysisbóta

Framlenging hlutabótaleiðar

Hlutabótaleiðinn eða atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli hefur verið framlengd út 31. maí 2021. Áfram er gerð krafa um 50% lágmarksstarfshlutfall starfsmanns. Starfsmenn sem eiga þegar virka umsókn um hlutabætur þurfa ekki að gera annað en að staðfesta þá umsókn milli 20. og 25. janúar nk. séu þeir áfram í minnkuðu starfshlutfalli. Starfsmenn sem eru að fara í minnkað starfshlutfall í janúar mánuði geta nú sótt um frá þeim degi sem þeir fóru í hið minnkaða starfshlutfall.

Atvinnurekendur geta ekki enn staðfest áætluð laun og samkomulag um framlengingu á minnkuðu starfshlutfalli vegna janúar og áfram en áætlað er að opna fyrir það í lok þessarar viku. Atvinnurekendur munu þurfa að gefa upplýsingar um tengilið hjá sér við þá staðfestingu ef upp kemur sú staða að Vinnumálastofnun þurfi að hafa samband vegna hlutabóta.

Starfsmenn atvinnurekenda sem falla undir 4. og 5. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt þ.e. lögaðilar sem verja hagnaði sínum einungis til almannaheilla og hafa það að einasta markmiði sínu samkvæmt samþykktum sínum og félög, sjóðir og stofnanir sem ekki reka atvinnu eiga núna rétt á hlutabótum á móti minnkuðu starfshlutfalli. Starfsmenn sveitarfélaga, ríkisstofnana og annarra sem falla undir 4. gr. laga um tekjuskatt eiga ekki rétt á hlutabótum á móti minnkuðu starfshlutfalli. Þeir starfsmenn geta þó sótt um hefðbundnar atvinnuleysisbætur.

Hækkun fjárhæða atvinnuleysisbóta frá 1. janúar 2021

Atvinnuleysisbætur sem eru greiddar vegna 1. janúar 2021 og áfram hækkuðu nú um áramótin.

Tegund greiðslu

2020

2021

Grunn atvinnuleysisbætur

289.510 kr.

307.430 kr.

25% grunn atvinnuleysisbætur

72.375 kr.

76.857 kr.

Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta

456.404 kr.

472.835 kr.

Frítekjumark

71.262 kr.

73.827 kr.

 

Greitt er 6% af grunn atvinnuleysisbótum, eða 18.445 kr., með hverju barni meðan einstaklingur fær greiddar grunn atvinnuleysisbætur en 4% meðan greiddar eru tekjutengdar atvinnuleysisbætur, eða 12.297 kr.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni