Fréttatilkynning vegna upplýsingagjafar um fjölda tilkynntra hópuuppsagna

Vinnumálastofnun hefur ákveðið að upplýsingar um fjölda tilkynntra hópuuppsagna verði framvegis birtar á heimasíðu stofnunarinnar 2. dag hvers mánaðar.

Ástæða þessarar breytingar er sú, að um er að ræða erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir af hálfu fyrirtækja og viðkvæmar upplýsingar sem snerta hagi fjölda fólks.

Það er mikilvægt að þessar upplýsingar séu áreiðanlegar og réttar og hafi borist fólki, sem þær kunna að snerta, með réttum hætti og frá réttum aðilum og því er þessi ákvörðun tekin.

Reykjavík, 21. desember,

f.h. Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, forstjóri.  

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni