Desemberuppbót  til atvinnuleitenda

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Hámarksfjárhæð desemberuppbótarinnar er 86.853 kr.  Með hverju barni á framfærslu atvinnuleitanda er greitt aukalega 6% af óskertri desemberuppbót eða 5.211 kr. fyrir barn yngra en 18 ára.

Atvinnuleitendur sem staðfesta atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember á árinu 2020 og eru tryggðir samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í nóvember mánuði eiga rétt til greiðslu desemberuppbótar. Á þetta við um bæði þá sem eru að fá greiddar almennar atvinnuleysisbætur og þá sem fá greiddar atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli.  

Smelltu hér til að nálgast nánari upplýsingar um desemberuppbót til atvinnuleitenda.

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni