Brottfall laga um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks
Um ármót munu lög um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks falla úr gildi. Frá og með 1. janúar 2025 geta fyrirtæki í vinnslustöðvun því ekki sótt um greiðslur hjá Vinnumálastofnun vegna hráefnisskorts. Í einhverjum tilfellum kunna starfsmenn fiskvinnslustöðva í vinnslustöðvun sækja um og eiga rétt á atvinnuleysistryggingum þann tíma sem vinnslustöðvun varir.