Mikill fjöldi umsókna lengir afgreiðslutíma
Aldrei hafa verið fleiri í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú, en rúmlega 50.000 einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysistryggingar að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli um þessar mundir. Þessi mikla aukning á fjölda í greiðsluþjónustu hefur átt sér stað á mjög skömmum tíma og leggur starfsfólk Vinnumálastofnunar allt kapp á að afgreiða umsóknir og koma þeim í greiðsluferli.