Atvinnutorgið er fyrir alla sem vilja aðstoð í atvinnuleit, leiðbeiningar varðandi ferilskrá og almenna ráðgjöf er snýr að atvinnuleit. Vinnuaðstaðan er til fyrirmyndar. Ráðgjafi er ávallt á staðnum til aðstoðar, tölvur eru fyrir þá sem vilja aðstoð varðandi atvinnuumsóknir og uppfærslu á ferilskrá og heitt kaffi er á könnunni.
Lesa meira
Allar starfsstöðvar Vinnumálastofunar verða lokaðar föstudaginn 27. október vegna fræðsludags starfsmanna.
Lesa meira
Skráð atvinnuleysi í september var 1,8% og minnkaði um 0,1 prósentustig frá ágúst. Að meðaltali fækkaði um 158 manns á atvinnuleysisskrá frá ágúst. Sjá nánar:
Lesa meira
Vegna breytinga verður þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar æa Suðurnesjum lokuð föstudaginn 13.
Lesa meira
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í september þar sem 38 manns var sagt upp störfum, 19 starfsmönnum í fiskvinnslu á Suðurlandi og 19 starfsmönnum í mannvirkjastarfsemi.
Lesa meira
Vinnumálastofnun hélt Norrænt atvinnuleysistryggingamót á Hótel Stracta Hellu dagana 14.-15.sept.
Lesa meira
Vinnumálastofnun stýrir Evrópuverkefninu FREE en markmið þess er að efla frumkvöðkonur á landsbyggðinni og hvetja þær til dáða í sínum verkefnum og fyrirtækjarekstri. Segja má að verkefnið sé áframhald Female verkefnisins sem Vinnumálastofnun stýrði á sínum tíma, en það var einnig fræðsluverkefni fyrir frumkvöðlakonur með staðbundnum námskeiðum.
Lesa meira
Skráð atvinnuleysi í ágúst var 1,9% og jókst atvinnuleysi um 0,1 prósentustig frá júlí. Að meðaltali fækkaði um 34 á skrá í ágúst í ár frá ágúst í fyrra (2016), en þá mældist atvinnuleysi 2,0%.
Lesa meira
Vinnumálastofnun stendur fyrir námskeiði fyrir ráðgjafa og sjálboðaliða en stofnunin er einn þátttakanda af fjórum í Evrópuverkefni sem ber nafnið EMPOWER. Eitt af markmiðum verkefnisins er að þróa fræðsluefni fyrir ráðgjafa og sjálfboðaliða sem vinna með konum/fólki sem eiga undir högg að sækja af félagslegum ástæðum (fíkniefnavandi, ofbeldi, fátækt, atvinnuleysi ofl.).
Lesa meira
Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í ágúst þar sem alls 20 starfsmönnum var sagt upp störfum í rekstri gististaða og veitingarekstri á höfuðborgarsvæðinu. Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda í október 2017.
Lesa meira
Vinnumálastofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir námskeiði fyrir frumkvöðlakonur af erlendum uppruna haustið 2017, en verkefnið hlaut styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála í vor. Félag kvenna af erlendum uppruna er einnig samstarfsaðili í verkefninu.
Lesa meira
Skráð atvinnuleysi í júlí var 1,8% og breyttist hlutfallstala atvinnuleysis ekki frá júnímánuði. Atvinnuleysi var 2,0% í júlí í fyrra og hefur því minnkað um 0,2 prósentustig milli ára.
Lesa meira
Þú hefur skoðað 48 fréttir af 211
Sýna fleiri fréttir