Hópuppsagnir í október
Alls bárust 2 tilkynningar um hópuppsagnir í október, þar sem 70 starfsmönnum var sagt upp störfum, 35 í verslunarstarfsemi og 35 í veitingastarfsemi langflestum á höfuðborgarsvæðinu.
Alls bárust 2 tilkynningar um hópuppsagnir í október, þar sem 70 starfsmönnum var sagt upp störfum, 35 í verslunarstarfsemi og 35 í veitingastarfsemi langflestum á höfuðborgarsvæðinu.
Almennt atvinnuleysi var 9,0% í september sem er nokkur aukning frá fyrri mánuðum. Atvinnuleysið var 8,5% í ágúst, 7,9% í júlí og 7,5% í júní. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli lækkaði lítið eitt í september og var 0,8%, en var 0,9% í júlí og ágúst og hafði þá lækkað mikið frá því í vor.
Alls bárust 9 tilkynningar um hópuppsagnir í september, þar sem 324 starfsmönnum var sagt upp störfum.
See English version below - Zobacz wersję polską poniżej -
Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar hafa opnað en eru með skertan opnunartíma vegna COVID-19.
Þjónustuverið er opið mán.-fim. frá 9-13 og fös. frá 9-12. Athugið að Þjónustuverið sinnir aðeins þjónustu í gegnum tímabókanir.
Smelltu hér til að panta tíma
Almennt atvinnuleysi var 8,5% í ágúst sem er nokkur aukning frá fyrri mánuðum. Atvinnuleysið var 7,9% í júlí, 7,5% í júní og 7,4% í maí Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli var óbreytt í ágúst frá júlí eða 0,9%.
Alls bárust 4 tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst, þar sem 284 starfsmönnum var sagt upp störfum.
Almennt atvinnuleysi var 7,9% í júlí. Er það nokkur aukning frá fyrri mánuðum, en það var 7,5% í júní og 7,4% í maí. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli hefur á hinn bóginn lækkað hratt og var komið niður í 0,9% í júlí, samanborið við 2,1% í júní og 10,3% í apríl þegar það var hvað mest.
Alls bárust 4 tilkynningar um hópuppsagnir í júlí, þar sem 381 starfsmanni var sagt upp störfum.
See English version below - Zobacz wersję polską poniżej -
Almennt atvinnuleysi var 7,5% í júní og hefur haldist svipað síðustu 3 mánuði, en það var 7,4% í maí og 7,5% í apríl. Gera má ráð fyrir að það verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7%, en hækki nokkuð í ágúst þegar áhrifa hópuppsagna á vormánuðum fer að gæta í atvinnuleysistölum og verði þá á bilinu 8-9%.Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli hefur á hinn bóginn lækkað hraðar en ráð var fyrir gert og var komið niður í 2,1% í júní, samanborið við 5,6% í maí og 10,3% í apríl þegar það var hvað mest.
Þú hefur skoðað 24 fréttir af 295