Tilkynning um innheimtu hjá sýslumanni

Vinnumálstofnun vekur athygli á því að á næstu dögum mun stofnunin senda um 300 kröfur til innheimtu hjá innheimtumiðstöðinni. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra sér um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysistrygginga fyrir Vinnumálastofnun.

Um er að ræða kröfur sem stofnaðist til vegna ofgreiddra atvinnuleysistrygginga á árinu 2021. Allir viðtakendur hafa áður fengið tilkynningu frá stofnuninni og áskorun um endurgreiðslu á árinu 2023.  

Eftir að skuld hefur verið send í innheimtu til innheimtumiðstöðvar stofnast krafa í heimabanka viðtakanda. Bent er á að unnt er að óska eftir greiðsludreifingu hjá sýslumanni. Slíkar beiðnir þurfa að berast skriflega á netfangið innheimta@syslumenn.is. Sýslumannsembættið veitir allar upplýsingar um feril innheimtu og greiðsludreifingu.  

Frekari upplýsingar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysistrygginga má nálgast á vefsíðu Vinnumálastofnunar

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni