Hópuppsagnir í júlí 2020
Alls bárust 4 tilkynningar um hópuppsagnir í júlí, þar sem 381 starfsmanni var sagt upp störfum.
Alls bárust 4 tilkynningar um hópuppsagnir í júlí, þar sem 381 starfsmanni var sagt upp störfum.
See English version below - Zobacz wersję polską poniżej -
Almennt atvinnuleysi var 7,5% í júní og hefur haldist svipað síðustu 3 mánuði, en það var 7,4% í maí og 7,5% í apríl. Gera má ráð fyrir að það verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7%, en hækki nokkuð í ágúst þegar áhrifa hópuppsagna á vormánuðum fer að gæta í atvinnuleysistölum og verði þá á bilinu 8-9%.Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli hefur á hinn bóginn lækkað hraðar en ráð var fyrir gert og var komið niður í 2,1% í júní, samanborið við 5,6% í maí og 10,3% í apríl þegar það var hvað mest.
Aðeins 3 tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júní þar sem sagt var upp 147 manns. Stærst þessara þriggja hópuppsagna nú í júní er uppsögn PCC á bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu. Þá sögðu tvö fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu tengd listum og ferðaþjónustu upp 31 starfsmanni hvort.
Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar opna frá og með 30. júní nk., 6. júlí nk. eða að loknum sumarleyfum starfsmanna.
Ekki verður boðið upp á þátttöku í Frumkvæði í sumar vegna sumarfría en við munum taka upp þráðinn í haust. Umsóknir sem berast fyrir 15 ágúst verða því afgreiddar í byrjun september.
Atvinnuleysi lækkaði mikið í maí og fór úr 17,8% í apríl í 13,0% í maí. Munar þar mest um að atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleiðinni lækkaði úr 10,3% í 5,6%. Almenna atvinnuleysið lækkaði einnig lítið eitt, úr 7,5% í 7,4%. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi lækki enn í júní og fari þá í 11,2%.
Alls bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir Vinnumálastofnun í maí þar sem 1.323 starfsmönnum var sagt upp störfum. Bætist það ofan á hópuppsagnir mars- og aprílmánaðar þar sem yfir 80 fyrirtæki sögðu upp nærri 5.900 manns.
Um birtingu á lista yfir fyrirtæki í hlutabótaleið.
Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað þann 11.maí síðastliðinn og fengu 36 verkefni styrki samtals að fjárhæð 37.180.000 kr. Formleg athöfn var ekki að þessu sinni í tengslum við úthlutun styrkjanna vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
Ef þú ert á atvinnuleysisbótum samhliða minnkuðu starfshlutfalli í maí þarftu að staðfesta það inni á mínum síðum milli 20. - 25. maí.
Þú hefur skoðað 36 fréttir af 299
Útborgunardagur atvinnuleysisbóta er á mánudaginn 1. mars. Þar sem síðustu dagar febrúar lenda á helgi höfum við mjög nauman tíma til að reikna og greiða út þessi mánaðarmót. Það tekur langan tíma að greiða öllum út og því gætu einhverjir fengið greitt á föstudegi, aðrir á mánudegi og mögulega einhverjir á þriðjudegi. Biðjum við því fólk um að sýna þolinmæði, ef það eru komnir greiðsluseðlar inn á mínar síður þá er greiðslan á leiðinni.
ENGLISH
The next payment of unemployment benefits is on Monday the 1st of March. As the last days of February land on a weekend, we have limited time to calculate and pay out before the next pay day. It is lengthy process to pay everyone, and therefore some may be paid on Friday, others on Monday, and possibly some on Tuesday. We therefore request some patience, and if your payslip can be found in ‘My pages’ then your payment is on its way.
POLSKI
Następna wypłata zasiłku dla bezrobotnych nastąpi w poniedziałek 1 marca. Ponieważ ostatnie dni lutego przypadają na weekend, mamy ograniczony czas na kalkulację zasiłku i wypłatę. Zatwierdzanie zasiłku jest długim procesem, dlatego niektórzy mogą otrzymać płatność w piątek, inni w poniedziałek, a niektórzy we wtorek. Dlatego prosimy o cierpliwość, a jeśli Twój odcinek wypłaty znajduje się na „Moich stronach”, oznacza to, że Twoja płatność jest w drodze.