Hópuppsagnir í janúar 2024
Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í janúar þar sem 47 starfsmönnum var sagt upp störfum í matvælaframleiðslu. Flestar uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu mars til maí 2024.
Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í janúar þar sem 47 starfsmönnum var sagt upp störfum í matvælaframleiðslu. Flestar uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu mars til maí 2024.
Skráð atvinnuleysi í desember var 3,6% og hækkaði úr 3,4% í nóvember.
Smelltu hér til að nálgast mánaðarskýrslu fyrir desembermánuð.
Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í desember þar sem 48 starfsmönnum var sagt upp störfum í opinberri stjórnsýslu. Hópuppsagnirnar koma flestar til framkvæmda í febrúar 2024.
þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar Krossmóum 4A í Reykjanesbæ, verður lokuð til og með 3. janúar. Stefnt er að því að opna aftur miðvikudaginn 4. janúar kl. 09:00 á nýum stað, Grænásbraut 619, 262 Reykjanesbæ. Hægt er að leita til þjónustuskrifstofu höfuðborgarsvæðisins á Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Einnig er hægt er að hafa samskipti við snjallmennið Vinný allan sólahringinn.
Skráð atvinnuleysi í nóvember var 3,4% og hækkaði úr 3,2% í október.
Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í nóvember þar sem 79 starfsmönnum var sagt upp störfum í Framleiðslu á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum. Hópuppsagnirnar koma flestar til framkvæmda í febrúar 2024.
Vinnumálastofnun hefur nú opnað umsókna- og greiðslukerfi fyrir umsækjendur um tímabundinn stuðning vegna launagreiðslna þeirra sem ekki hafa getað sinnt störfum sínum í Grindavík.
Starfsfólk og sjálfstætt starfandi einstaklingar sem ekki hafa getað sinnt störfum sínum í Grindavíkurbæ og atvinnurekendur sem greitt hafa slíku starfsfólki úr Grindavík laun geta átt rétt á stuðningnum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Sjá nánar um málið hér:
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir starfsfólk sem ekki fær lengur laun frá atvinnurekanda og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Ráðgert er að opna umsóknarferli fyrir atvinnurekendur föstudaginn 15. desember næstkomandi.
Alþingi samþykkti þann 27. nóvember frumvarp félagsmálaráðherra um tímabundinn stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ. Vinnumálastofnun annast framkvæmd laganna. Markmið með lögunum er að vernda afkomu fólks sem ekki getur sinnt störfum sínum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ með því að tryggja launagreiðslur til viðkomandi upp að ákveðnu hámarki. Jafnframt er markmiðið að viðhalda ráðningarsambandi atvinnurekenda og starfsfólks.
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum nú í morgun frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um tímabundinn stuðning vegna launa fólks sem starfar í Grindavík.
Í ljósi þeirrar óvissu sem uppi er vegna aðstæðna í Grindavík vill Vinnumálastofnun koma eftirfarandi á framfæri:
An announcement from The Directorate of Labour in light of the current uncertainty due to the situation in Grindavík:
Þú hefur skoðað 36 fréttir af 242