Vegna nýbirtra talna Hagstofu Íslands um atvinnuleysi í september

Í dag birti Hagstofa Íslands tölur yfir atvinnuleysi í september þar sem fram kom að árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hafi tvöfaldast milli mánaða en nýleg mánaðarskýrsla Vinnumálastofnunar sýnir ekki sömu þróun.  

Af því tilefni vill Vinnumálastofnun koma eftirfarandi á framfæri:

Við mælingar á atvinnuleysi notast Vinnumálastofnun og Hagstofan við mismunandi aðferðafræði sem getur skýrt hvers vegna niðurtöðurnar eru ólíkar.

Vinnumálastofnun reiknar meðalfjölda atvinnulausra á skrá yfir mánuðinn, þ.e. eingöngu þeir sem eiga rétt á atvinnuleysisbótum og reiknar atvinnuleysi út frá þeim fjölda en Hagstofan vinnur út frá vinnumarkaðskönnun þar sem haft er samband við ákveðið úrtak úr Þjóðskrá og niðurstöður byggja á svörum þeirra.

Hjá Vinnumálastofnun sjáum við enn sem komið er engin skýr merki um að atvinnuleysi sé að aukast umfram eðlilegar árstíðarsveiflur en við fylgjust þó að sjálfsögðu áfram með þróuninni næstu mánuði.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni