Fordæmalausar aðstæður á vinnumarkaði

Atvinnuleysi í mars mælist 9,2% og hefur staðan á vinnumarkaði gjörbreyst frá lok febrúarmánaðar vegna þeirra takmarkana sem settar voru á með samkomubanni fólks vegna Covid-19 heimsfaraldurs. Fyrirtæki tengd flugsamgöngum og ferðaþjónustu hafa hvað mest fundið fyrir þeim afleiðingum þar sem komur erlendra ferðamanna hafa nánast lagst af og sama er að segja um ferðalög Íslendinga innanlands sem utan.

Lesa meira

Tilkynning Vinnumálastofnunar 15. apríl 2020

Að gefnu tilefni telur Vinnumálastofnun rétt að koma eftirfarandi á framfæri:

Lesa meira

Hópuppsagnir í mars

Alls bárust 29 tilkynningar um hópuppsagnir Vinnumálastofnun í mars þar sem 1.207 starfsmönnum var sagt upp störfum, 547 í ferðaþjónustu, 175 í flutningum, 174 í félögum þar af 164 tengdum ferðaþjónustu, 151 í verslun, 72 í þjónustu tengdri ferðaþjónustu, 55 í mannvirkjagerð og 33 í iðnaði langflestum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flestar uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu maí til júlí.

Lesa meira

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar verða lokaðar frá og með 17. mars

See English version below  -  Zobacz wersję polską poniżej -

Lesa meira

Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Akureyri lokuð tímabundið

Þjónustuskrifstofan í Skipagötu 14 á Akureyri verður lokuð tímabundið vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Þetta er gert af öryggisástæðum svo að tryggt verði að atvinnuleitendur fái greiddar atvinnuleysisbætur. Þjónustan verður ekki lokuð, heldur beinum við öllum erindum í gegnum síma, tölvupósta og annan fjarbúnað. Facebook síða okkar verður virk og svörum við öllum erindum sem þangað berast. Vonandi verður lokun skrifstofunnar til mjög skamms tíma og vonumst við til þess að geta veitt fyrirmyndarþjónustu í gegnum fyrrnefndar samskiptaleiðir á meðan á þessu tímabundna ástandi varir.
Síminn okkar er 515-4800.
Netfang: nordurland.eystra@vmst.is
Kær kveðja
Starfsfólk Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra
Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í febrúar var 5,0%

Skráð atvinnuleysi í febrúar mældist 5,0% og jókst um 0,2 prósentustig frá janúar.

Lesa meira

Hópuppsagnir í febrúar

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar þar sem 62 starfsmönnum var sagt upp störfum í gististaða- og veitingarekstri, 40 á höfuðborgarsvæðinu og 22 á Vesturlandi. Uppsagnirnar taka flestar gildi á tímabilinu apríl til júní en endurráða á 22 starfsmenn í annarri hópuppsögninni.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í janúar var 4,8%

Skráð atvinnuleysi í janúar mældist 4,8% og jókst um 0,5 prósentustig frá desember.

Lesa meira

Fréttatilkynning vegna ESCO 2020

ESCOEURES

Lesa meira

Initiative – a project for unemployed entrepreneurs

“Inititative” (Frumkvæði) is a 3 months project available for unemployed people of foreign origin with good business ideas.  The training is provided by the Innovation Center of Iceland. It involves 6 weeks training in making a business plan and assistance in putting the plan in action. 

Lesa meira

Hópuppsagnir í janúar

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar þar sem 95 starfsmönnum var sagt upp störfum, 38 í fiskeldi en þar verður öllum boðið starf aftur, 32 í flutningum og 25 í upplýsingum og fjarskiptum. Flestar þessara uppsagna koma til framkvæmda í maí 2020.

Lesa meira

Atvinnuástand 2019

Árið 2019 voru 6.680 manns að meðaltali atvinnulausir, eða 3,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, en árið 2018 voru 4.283 manns að meðaltali atvinnulausir, eða 2,4%.

Lesa meira

Þú hefur skoðað 204 fréttir af 244

Sýna fleiri fréttir
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk.  Óskert desemberuppbót er 104.955.- krónur. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þau sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2024 og hafa verið að fullu tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2024.

Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt innan atvinnuleysistryggingakerfisins reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysisbóta á árinu 2024 og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Uppbótin verður þó aldrei lægri en sem nemur 26.239 krónum.

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk. Ef atvinnuleitandi var á atvinnuleysisskrá hluta af nóvember en afskráður fyrir 20. nóvember á hann rétt á uppbótinni svo lengi sem viðkomandi fékk greiddar atvinnuleysisbætur vegna nóvember eða tók út biðtíma.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni