Skýrslan um Stöðu og horfur á vinnumarkaði fyrir árin 2015-2017 er hægt að nálgast hér á heimasíðu Vinnumálastofnunnar. Í skýrslunni fara sérfræðingar stofnunarinnar yfir landslagið á íslenskum vinnumarkaði næstu árin og greina hvar framboð og eftirspurn er eftir atvinnugrein og menntun.
Lesa meira
Vinnumálastofnun er þessa dagana að senda frá sér skýrslu um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði fyrir árin 2015-2017. Þar rýna sérfræðingar stofnunarinnar í landslagið á íslenskum vinnumarkaði næstu árin og greina hvar framboð og eftirspurn liggi eftir atvinnugreinum og menntun.
Lesa meira
Alls bárust Vinnumálastofnun 3 tilkynningar um hópuppsagnir í mars þar sem 90 manns var sagt upp störfum þar af 61 í leigustarfsemi og ýmsri sérhæfðri þjónustu, en þeim hefur öllum verið boðin vinna undir öðrum rekstraraðilum, 15 hefur verið sagt upp í opinberri stjórnsýslu og 14 í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum. Flestar hópuppsagnirnar taka gildi á tímabilinu maí til október 2015.
Lesa meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið í samræmi við tillögu Vinnumálastofnunar, að verja um 150 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni til að skapa störf fyrir námsmenn í sumar hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum, með líkum hætti og hefur verið gert sl. fimm sumur. Vinnumálastofnun mun sem fyrr stýra átakinu.
Lesa meira
Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalags Íslands og Þroskahjálpar. Verkefnið miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Vinnumálastofnun og félagar í Átaki heimsækja um þessar mundir stofnanir og sveitarfélög og afhenda hvatningargrip til þess að fjölga starfstækifærum fyrir fólk með skerta starfsgetu.
Lesa meira
Rúmlega 300 manns mættu á starfakynningu EURES sem haldin var mánudaginn 23. mars að frumkvæði EURES í Noregi. Sjö norsk fyrirtæki og eitt sveitarfélag kynntu fjölbreytt atvinnutækifæri og að auki voru norskir EURES ráðgjafar til viðtals fyrir áhugasama atvinnuleitendur. Fulltrúar norsku fyrirtækjanna voru almennt mjög ánægðir í lok dags og sögðust hafa hitt fyrir marga góða og hæfa umsækjendur.
Lesa meira

Lesa meira
Skráð atvinnuleysi í febrúar 2015 var 3,6%, en að meðaltali voru 5.842 atvinnulausir í febrúar og fjölgaði atvinnulausum um 115 að meðaltali frá janúar en hlutfallstala atvinnuleysis breyttist ekki milli mánaða. Sjá nánar:
Lesa meira
Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar.
Lesa meira
Vinnumálastofnun hefur tekið upp rafræna undirskrift vegna umsókna um atvinnuleysisbætur. Atvinnuleitendur þurfa því ekki lengur að mæta á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar til að staðfesta umsókn sína heldur er umsóknin virk þegar útfyllingu er lokið og atvinnuleitandi hefur samþykkt hana á netinu. Með þessari breytingu er leitast við að flýta afgreiðsluferlinu og bæta þannig þjónustu við atvinnuleitendur.
Lesa meira
Að meðaltali voru 5.727 atvinnulausir í janúar og fjölgaði atvinnulausum um 97 að meðaltali frá desember og hækkaði hlutfallstala atvinnuleysis um 0,2 prósentustig milli mánaða. Sjá nánar
Lesa meira
Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vöruþróunar og markaðssetningar, auk þess sem hægt er að sækja um launastyrk fyrir þær konur sem nýlega hafa stofnað fyrirtæki. Í þeim tilfellum þarf að skila inn viðskiptaáætlun með umsókn.
Lesa meira
Þú hefur skoðað 204 fréttir af 211
Sýna fleiri fréttir