Fréttatilkynning vegna ESCO 2020

ESCOEURES

Vinnumálastofnun og Advania undirrituðu samning í desember 2018 um smíði á nýju heildrænu þjónustukerfi sem er aðlagað að þörfum Vinnumálastofnunar.   Þjónustukerfið skiptist í eftirfarandi verkþætti: 

Umsóknir og matsferli

Greiðslur

Ráðgjöf og vinnumiðlun 

Eftirlit og innheimta

Upplýsingar og tölfræði. 

Ákveðið var að Vinnumálastofnun tæki upp starfaflokkunarkerfið ESCO en það er evrópskt verkefni sem miðar að því að skapa fjölþjóðlega starfaflokkun. Vinnumálastofnun fékk styrk frá Evrópusambandinu og er styrkurinn ætlaður til þess að styðja við þróun og smíði nýs tölvukerfis , nánar tiltekið þá hluta kerfisins sem háðir eru, eða tengdir ESCO flokkuninni. ESCO byggir á kerfiseiningum sem hafa verið notaðar hjá þeim opinberu vinnumiðlunum í Evrópu sem lengst eru komnar við að tengja saman atvinnuleitendur og laus störf.   

Kerfið mun bjóða upp á mikla möguleika í starfi Vinnumálastofnunar og auk þess opna dyr fyrir frekari þjónustu og samstarf við fyrirtæki og stofnanir á íslenskum og evrópskum vinnumarkaði.   

Annað sem styrknum er ætlað að gera er að styðja við innleiðingu EURES reglugerðarinnar bæði lagalega og tæknilega. Þetta mun auðvelda aðgengi að evrópskum vinnumarkaði. 

Vinnumálastofnun verður því í fararbroddi Evrópulanda við að innleiða ESCO starfaflokkunarkerfið og af því tilefni gerði BBC  

myndband árið 2018 þar sem fjallað er um hvernig ESCO styður við þjónustu opinberrar vinnumiðlunar á Íslandi.  

Hér er hægt að sjá mynbandið:  https://www.youtube.com/watch?v=MoQLBbjPzSY 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni