Atvinnuástandið 2022
Árið 2022 voru 7.487 manns að nmeðaltali atvinnulausir, eða 3,9% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, en árið 2021 voru 14.313 manns að meðaltali atvinnulausir, eða 7,7%. Sjá nánar
Árið 2022 voru 7.487 manns að nmeðaltali atvinnulausir, eða 3,9% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, en árið 2021 voru 14.313 manns að meðaltali atvinnulausir, eða 7,7%. Sjá nánar
Skráð atvinnuleysi í desember var 3,4% og jókst úr 3,3% í nóvember. Sjá nánar:
Á árinu 2022 bárust Vinnumálastofnun 6 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem 229 manns var sagt upp störfum. Sjá nánar:
Þann 1. janúar nk. taka gildi lög um sorgarleyfi, nr. 77/2022. Markmið laganna er að tryggja foreldrum svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og eftir atvikum til að styðja við eftirlifandi systkin við að aðlagast breyttum aðstæðum. Einnig er þeim ætlað að auka líkur á að foreldrar geti átt farsæla endurkomu á vinnumarkað og geti tekið virkan þátt í samfélaginu að nýju í kjölfar barnsmissis. Lögin taka til réttinda foreldra sem hafa verið í samfelldu starfi á innlendum innumarkaði til sorgarleyfis sem og greiðslna til að koma til móts við tekjutap þeirra á því tímabili sem sorgarleyfi varir. Einnig taka lögin til réttinda foreldra utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli og foreldra í fullu námi til sorgarstyrks. Réttur foreldris til sorgarleyfis eða sorgarstyrks er í allt að sex mánuði frá þeim tíma sem það verður fyrir barnsmissi og fellur niður 24 mánuðum síðar.
Atvinnuleysi er lítið um þessar mundir. Skráð atvinnuleysi var 3,3% í nóvember og var óbreytt frá október. Að meðaltali voru 6.184 atvinnulausir í nóvember, 3.433 karlar og 2.751 kona. Að meðaltali fjölgaði atvinnulausum um 51 frá októbermánuði. Sjá nánar:
Vegna tæknilegra örðugleika frestast nóvemberútgáfa mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar til 13. desember.
Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í Nóvember.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert desemberuppbót er 94.119 krónur. Atvinnuleitendur með börn á framfæri fá jafnframt sérstaka desemberuppbót fyrir hvert barn yngra en 18 ára.
Skráð atvinnuleysi var 2,8% í október og var óbreytt frá september. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 188 frá septembermánuði. Sjá nánar:
Stafræn umsókn um fæðingarorlof er nú einnig opin verðandi foreldrum sem eru í námi, eru utan vinnumarkaðar sem og þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur.
Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Suðurlandi hefur opnað að nýju og er nú staðsett á Bankavegi 10.
Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í október.
Þú hefur skoðað 84 fréttir af 245
Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk. Óskert desemberuppbót er 104.955.- krónur. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þau sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2024 og hafa verið að fullu tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2024.
Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt innan atvinnuleysistryggingakerfisins reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysisbóta á árinu 2024 og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Uppbótin verður þó aldrei lægri en sem nemur 26.239 krónum.
Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk. Ef atvinnuleitandi var á atvinnuleysisskrá hluta af nóvember en afskráður fyrir 20. nóvember á hann rétt á uppbótinni svo lengi sem viðkomandi fékk greiddar atvinnuleysisbætur vegna nóvember eða tók út biðtíma.