The working conditions of tomorrow - Ráðstefna 7.nóv
Fimmtudaginn 7.nóvember verður haldin norræn ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík undir yfirskriftinni The Working conditions of tomorrow- nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu.
Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um vinnuumhverfi og starfsaðstæður framtíðarinnar og vinnustaði sem stuðla að heilsu, öryggi og réttindum starfsfólks. Einnig verður fjallað um samstarf þvert á landamæri til að uppræta félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði.
Á síðustu árum hefur íslenskur og norrænn vinnumarkaður breyst mikið og orðið flóknari. Víða hefur verið mikil eftirspurn eftir vinnuafli sem hefur kallað á nýjar áskoranir á vinnumarkaði vegna mikillar fjölgunar erlendra starfsmanna, skammtímaráðninga og fjölbreyttra ráðningarforma. Jafnframt er aldursamsetning þjóðarinnar að breytast, ungum fækkar og eldri starfsmönnum fjölgar. Erlendir starfsmenn eru síður upplýstir um íslenskt vinnuumhverfi og rétt sinn á vinnumarkaðnum. Slíkt eykur líkur á félagslegum undirboðum, brotastarfsemi og mansali sem er ógn við heilbrigðan vinnumarkað.
Miklu máli skiptir að litið sé til allra þessara þátta þegar skapa á gott vinnuumhverfi sem hæfir öllum og eykur velsæld.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru norrænir sérfræðingar í vinnuumhverfis-/vinnumarkaðsmálum og opinberum innkaupum sem og innlendir fyrirlesarar frá fyrirtækjum og stofnunum.
Í lok ráðstefnunnar verður pallborð með þátttöku félagsmálaráðherra, aðila vinnumarkaðarins og annarra sérfræðinga.
Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru félagsmálaráðuneytið, Vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun í samstarfi við norrænu fræðslustofnunina NIVA.
Ráðstefnan fer fram á ensku.
Nánari upplýsingar og skráningu á ráðstefnuna er hægt að finna með því að smella hér á heimasíðu NIVA.