Skráð atvinnuleysi í júní var 3,3%
Skráð atvinnuleysi var 3,3% í júní og minnkaði úr 3,9% í maí. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 1.042 frá maímánuði. Sjá meira:
Skráð atvinnuleysi var 3,3% í júní og minnkaði úr 3,9% í maí. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 1.042 frá maímánuði. Sjá meira:
Greiðslustofa Vinnumálastofnunar hefur flust í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð að Túnbraut 1-3 á Skagaströnd en Vinnumálastofnun hefur starfrækt Greiðslustofu á Skagaströnd allt frá árinu 2007 og starfa þar nú um 20 manns.
Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í júní þar sem 39 starfsmönnum var sagt upp störfum í opinberri stjórnsýslu vegna flutninga á starfsemi milli stofnana. Verður öllum sem sagt var upp og þess óska boðin störf vegna þessara breytinga.