Allir starfsmenn eiga rétt á að lágmarksréttindi þeirra séu virt, óháð kyni, uppruna eða ráðningarformi. Allir hagnast á því þegar lögbundnar kröfur um öryggi, aðbúnað og starfskjör eru virt  - starfsfólk, atvinnurekendur og samfélagið í heild. Látum ekki bjóða okkur annað og lítum okkur nær!

English

Réttindi og skyldur launafólks á vinnumarkaði

Allir starfsmenn sem starfa á Íslandi eiga rétt á launum og starfskjörum í samræmi við gildandi kjarasamninga. Samningar sem virða ekki þann rétt teljast ógildir samkvæmt íslenskum lögum.

Á það bæði við um þá starfsmenn sem starfa sem launþegar innlendra fyrirtækja og starfsmenn sem starfa hér tímabundið sem útsendir starfsmenn.

Á vef stafræns Íslands má finna aðgengilegar og greinargóðar upplýsingar um öll helstu réttindi og skyldur launafólks og atvinnurekenda.

Stafrænt Ísland

Aðbúnaður og öryggi á vinnustað

Gott vinnuumhverfi og heilsusamlegt er hluti af grundvallar mannréttindum enda eiga allir rétt á að starfa við aðstæður sem stefna hvorki heilsu né öryggi þeirra í hættu.

Vinnueftirlitið sér um eftirlit, forvarnir og fræðslu hvað varðar aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á innlendum vinnustöðum.
Vinnueftirlitið hefur enn fremur eftirlit með því að starfsmenn njóti lögbundins hvíldartíma og hámarks vinnutíma.

Nánari upplýsingar má finna á vef Vinnueftirlitsins

Vinnueftirlitið

Útsendir starfsmenn eiga rétt á sömu kjörum og aðrir starfsmenn

Erlendum fyrirtækjum sem senda starfsmenn sína tímabundið til starfa til að veita þjónustu hér á landi er skylt að starfsmenn þess starfi með löglegum hætti og þeir njóti þeirra réttinda sem þeir eiga rétt á samkvæmt íslenskum lögum og reglum.

Vinnumálastofnun hefur eftirlit með að ofangreind fyrirtæki starfi í samræmi við lög og að útsendum starfsmönnum séu tryggð starfskjör í samræmi við gildandi lög og kjarasamninga. Öllum fyrirtækjum sem senda starfsmenn sína hingað til lands er skylt að skrá sig á vef VMST, posting.is veita nauðsynleg gögn og upplýsingar.

posting.is

YFIRLIT YFIR SKRÁÐ ERLEND ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI OG STARFSMANNALEIGUR

Til að starfsemi erlendra þjónustufyrirtækja og starfsmannaleigna teljist lögleg hér á landi er þeim skylt að ganga frá fullnægjandi skráningu hjá stofnuninni.

Hér má finna lista yfir skráð þjónustufyrirtæki Hér má finna lista yfir skráðar starfsmannaleigur

KEÐJUÁBYRGÐ - ÁBYRGÐ NOTENDAFYRIRTÆKJA

Innlend fyrirtæki sem nýta þjónustu erlendra þjónustufyrirtækja í byggingastarfsemi eða mannvirkjagerð kunna að bera ábyrgð á vangoldnum launum og öðrum launaþáttum starfsmanna erlendra þjónustufyrirtækja. Innlend fyrirtæki sem nýta þjónustu starfsmannaleigna geta einnig borið sambærilega ábyrgð á vangoldnum launum og öðrum launaþáttum starfsmanna sem leigðir eru af starfsmannaleigu, óháð atvinnugrein

SKATTAR OG GJÖLD

Erlend fyrirtæki og starfsmenn sem starfa hér tímabundið geta sótt um undanþágu frá skattskyldu hér á landi en þar er að ýmsu að gæta. Á vef Skattsins má finna upplýsingar sem snúa að skattlagningu útsendra starfsmanna, erlendra þjónustuveitenda, erlendra sérfræðinga og tvísköttunarsamningum.

Greiðsla tryggingargjalds og launatengdra gjalda vegna starfsmanna, innlendra sem erlendra, er ein helsta forsenda fyrir ávinnslu réttinda innan almannatryggingarkerfisins. Má nefna rétt til atvinnuleysistrygginga, fæðingarorlofs og sjúkratrygginga. Með því að laun og launatengd gjöld séu réttilega gefin upp til skatts tryggir þú þér og þínum það öryggi sem felst í samtryggingu almannatryggingakerfisins.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni