Vinnusamningar öryrkja

Vinnusamningar öryrkja eru endurgreiðslusamningar við atvinnurekendur sem hafa ráðið fólk með skerta starfsgetu til starfa. Ábyrgð og umsýsla með vinnusamninga fluttist til Vinnumálastofnunar 1. janúar 2016 en var fyrir þann tíma hjá Tryggingastofnun.

Vinnusamningur öryrkja er ætlaður til að auka tækifæri atvinnuleitenda, með skerta starfsgetu og uppfylla skilyrði um vinnusamning öryrkja, til að ráða sig í vinnu á almennum vinnumarkaði.

Vinnumálastofnun hefur unnið markvisst að því bæta þjónustuna varðandi vinnusamninga með rafrænni þjónustu og hefur nú tekið í notkun tvær vefgáttir, annars vegar fyrir atvinnurekendur og hins vegar fyrir umsjónaraðila vinnusamninga. Með þessu móti er verklagið einfaldað og öryggi í meðferð gagna aukið.

Mínar síður atvinnurekanda

Atvinnurekendur hafa nú yfirsýn með öllum sínum vinnusamningum á afmörkuðu vefsvæði, auk þess að skila þar inn launaupplýsingum vegna endurgreiðslu.
Umsjónarmaður greiðslukerfisins er Hafdís Benediktsdóttir netfang: greidslur@vmst.is.

Smelltu hér til að fara inn á innskráningarsíðu fyrir Mínar síður atvinnurekenda
Athugið að fyrirtæki þarf að vera með rafræn skilríki eða Íslykil til að fara inn á mínar síður.
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um rafræn skilríki
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Íslykil

Hér eru leiðbeiningar um endurgreiðsluferfli vinnusamninga öryrkja

Mínar síður umsjónaraðila

Í vefgátt fyrir umsjónaraðila fer allt afgreiðsluferli fram varðandi umsókn um vinnusamninga. Til þess að umsjónaraðili geti sótt um vinnusamning þarf hann fyrst að fá skrifleg umboð frá einstaklingi sem sækja á um vinnusamning fyrir. Hægt er að sækja sniðmát fyrir umboð í umsjónaraðilagáttinni.

Skilyrði fyrir vinnusamningi öryrkja:
1. Einstaklingur hafi fengið starf á almennum vinnumarkaði
2. Gilt örorkumat, endurhæfingarlífeyrir eða örorkustyrkur undir 50%.
3. Að einstaklingur fái greiðslur frá Tryggingastofnun.
    Ef að laun með öllum aukagreiðslum fara yfir 374 þúsund kr á mánuði (meðaltals-mánaðarlaun á ársgrundvelli) 
    þá falla greiðslur Tryggingastofnunar niður og þar af leiðandi vinnusamningur öryrkja.
Umsjónarmaður umsóknarkerfis er Jóngeir Hlinason netfang: vinnusamningar@vmst.is.

Smelltu hér til að fara inn á innskráningarsíðu fyrir Mínar síður umsjónaraðila
Athugið að Vinnumálastofnun úthlutar umsjónaraðilum aðgangi til að fara inn á mínar síður umsjónaraðila.

Ráðgjöf

Vinnumálastofnun veitir ráðgjöf til atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Hér má finna nánari upplýsingar um ráðgjöf og þjónustu

 

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu