Mikilvægar leiðbeiningar varðandi ábyrgð og hlutverk umsjónaraðila

Í vefgátt fyrir umsjónaraðila https://minarsidur.vinnumalastofnun.is/umsjonaradilagatt fer allt afgreiðsluferli fram varðandi umsókn um vinnusamninga.  Þar skráir umsjónaraðili sig inn með notendanafni og lykilorði sem Vinnumálastofnun úthlutar.

Skilyrði fyrir vinnusamningi öryrkja:
1. Einstaklingur hafi fengið starf á almennum vinnumarkaði
2. Gilt örorkumat, endurhæfingarlífeyrir eða örorkustyrkur undir 50%.
3. Að einstaklingur fái greiðslur frá Tryggingastofnun.
    Ef að laun með öllum aukagreiðslum fara yfir 394.066  kr á mánuði (meðaltals-mánaðarlaun á ársgrundvelli) 
    þá falla greiðslur Tryggingastofnunar niður og þar af leiðandi vinnusamningur öryrkja.

Umsjónaraðili ber ábyrgð á að:

 • Fá undirritað umboð frá einstaklingi til þess að hafa heimild til að sækja um vinnusamning og skanna umboðið í umsjónaraðilagátt.
 • Sækja um vinnusamning og tryggja að upplýsingar varðandi umsókn eru réttar. Sækja þarf um vinnusamning í vefgátt umsjónaraðila í sama mánuði og ráðning tekur gildi. Athugið að ekki er hægt að gera afturvirka vinnusamninga.
 • Launakjör samræmist kjarasamningum.
 • Sótt er um vinnusamning fyrir starf á almennum eða opinberum vinnumarkaði. Viðmið: hver sem er getur sótt um starfið.
 • Aðstæður á vinnustað uppfylli reglur um hollustuhætti og öryggismál.
 • Vinnuaðstæður og álag eru í samræmi við þann sem ráðinn er til starfa.
 • Að vinnusamningar séu endurnýjaðir eða sagt upp eftir því sem við á. 
  • Endurgreiðsla nær til fastra launa en í sérstökum tilvikum er  einnig greitt vegna eftirvinnu, bónus- og álagsgreiðslna að því tilskyldu að það komi fram í umsókn um vinnusamning.
  • Uppfæra þarf launatölur við endurnýjun á vinnusamningi.
  • Tryggja þarf að kjarasamningsbundnar hækkanir skili sér til einstaklings (t.d. almennar hækkanir, starfsaldurshækkanir).
  • Ef hækkun verður á starfshlutfalli þarf að sækja um nýjan vinnusamning.
  • Leiðbeina þarf einstaklingum um að skila inn nýrri og réttri tekjuáætlun til Tryggingarstofnunar ríkisins þegar breytingar verða á tekjum.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið vinnusamningar@vmst.is

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu