Upplýsingar til umsjónaraðila

Mikilvægar leiðbeiningar varðandi ábyrgð og hlutverk umsjónaraðila

Í vefgátt fyrir umsjónaraðila https://minarsidur.vinnumalastofnun.is/umsjonaradilagatt fer allt afgreiðsluferli fram varðandi umsókn um vinnusamninga.  Þar skráir umsjónaraðili sig inn með notendanafni og lykilorði sem Vinnumálastofnun úthlutar.

Skilyrði fyrir vinnusamningi öryrkja:
1. Einstaklingur hafi fengið starf á almennum vinnumarkaði
2. Gilt örorkumat, endurhæfingarlífeyrir eða örorkustyrkur undir 50%.
3. Að einstaklingur fái greiðslur frá Tryggingastofnun.
    Ef að laun með öllum aukagreiðslum fara yfir 394.066  kr á mánuði (meðaltals-mánaðarlaun á ársgrundvelli) 
    þá falla greiðslur Tryggingastofnunar niður og þar af leiðandi vinnusamningur öryrkja.

Umsjónaraðili ber ábyrgð á að:

 • Fá undirritað umboð frá einstaklingi til þess að hafa heimild til að sækja um vinnusamning og skanna umboðið í umsjónaraðilagátt.
 • Sækja um vinnusamning og tryggja að upplýsingar varðandi umsókn eru réttar. Sækja þarf um vinnusamning í vefgátt umsjónaraðila í sama mánuði og ráðning tekur gildi. Athugið að ekki er hægt að gera afturvirka vinnusamninga.
 • Launakjör samræmist kjarasamningum.
 • Sótt er um vinnusamning fyrir starf á almennum eða opinberum vinnumarkaði. Viðmið: hver sem er getur sótt um starfið.
 • Aðstæður á vinnustað uppfylli reglur um hollustuhætti og öryggismál.
 • Vinnuaðstæður og álag eru í samræmi við þann sem ráðinn er til starfa.
 • Að vinnusamningar séu endurnýjaðir eða sagt upp eftir því sem við á. 
  • Endurgreiðsla nær til fastra launa en í sérstökum tilvikum er  einnig greitt vegna eftirvinnu, bónus- og álagsgreiðslna að því tilskyldu að það komi fram í umsókn um vinnusamning.
  • Uppfæra þarf launatölur við endurnýjun á vinnusamningi.
  • Tryggja þarf að kjarasamningsbundnar hækkanir skili sér til einstaklings (t.d. almennar hækkanir, starfsaldurshækkanir).
  • Ef hækkun verður á starfshlutfalli þarf að sækja um nýjan vinnusamning.
  • Leiðbeina þarf einstaklingum um að skila inn nýrri og réttri tekjuáætlun til Tryggingarstofnunar ríkisins þegar breytingar verða á tekjum.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið vinnusamningar@vmst.is

Leiðbeiningar varðandi vefgátt umsjónaraðila

Áður en sótt er um vinnusamning:

 • Einstaklingur sem sækja á um vinnusamning fyrir þarf að veita umsjónaraðila umboð til að afla upplýsinga um örorkulífeyristímabil og annan rétt til samnings.
 • Vinsamlega athugið að umboðið er veitt til umsjónaraðila (stofnun/fyrirtæki).
 • Hægt er að sækja og prenta út óútfyllt umboð í vefgáttinni.
 • Eftir að umboðið hefur verið fyllt út þarf að skanna það inn í vefgáttina.
 • Ef umboð er ekki skannað inn þá er EKKI hægt að sækja um vinnusamning öryrkja.

Umsókn um vinnusamning:

 • Þegar búið er að fylla út alla reiti umsóknarinnar og ganga úr skugga um að upplýsingar séu réttar er umsókn send inn.
 • Hægt er að fylgjast með framvindu afgreiðslu umsóknar í vefgáttinni.
 • Þegar umsókn birtist í reitnum Samþykktur þarf umsjónaraðili að sækja vinnusamningsskjal, prenta út, fá undirskriftir á vinnusamning, skanna hann inn ásamt ráðningarsamningi og smella á hnappinn staðfesta. Eftir það birtist hann í reitnum Staðfestur.
 • Umsjónaraðila ber að koma eintaki af undirrituðum vinnusamningi til viðkomandi einstaklings.
 • Þegar samningur hefur verið staðfestur birtist hann rafrænt í atvinnurekendagátt og atvinnurekandi getur sótt um endurgreiðslur vegna samningsins (ásamt því að vera aðgengilegur umsjónaraðila í umsjónaraðilagáttinni).
 • Þegar einstaklingur hættir í starfi ber umsjónaraðila að loka vinnusamningi með því að breyta gildistíma samnings í vefgáttinni.

Ef framlengja á vinnusamningi er það gert í vefgáttinni (breyta/endurnýja) og ber umsjónaraðili ábyrgð á því að gera það tímanlega áður en samningur rennur úr gildi. Skilyrði til framlengingar þurfa að vera til staðar, þ.e. gilt örorkumat, endurhæfingarlífeyrir eða örorkustyrkur og greiðslur frá Tryggingarstofnun.  

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu