Reglugerðarbreyting vegna breytinga á fjárhæðum í fæðingarorlofi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingar á fjárhæðum greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og fjárhæðum fæðingarstyrks til foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2024.
Samkvæmt reglugerð nr. 1465/2023 eru hámarksfjárhæð og lágmarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði með börnum fæddum 1. janúar 2024 og síðar:
- Hámarksfjárhæð skv. 1. mgr. 24. gr. laganna skal nema 600.000 kr. á mánuði.
- Lágmarksgreiðsla skv. 1. málsl. 3. mgr. 24. gr. laganna hækkar í 160.538 kr. á mánuði. (Foreldrar í 25-49% starfi)
- Lágmarksgreiðsla skv. 2. málsl. 3. mgr. 24. gr. laganna hækkar í 222.494 kr. á mánuði. (Foreldrar í 50-100% starfi)
Samkvæmt reglugerð nr. 1465/2023 eru greiðslur fæðingarstyrks með börnum fæddum 1. janúar 2024 og síðar:
- Fæðingarstyrkur skv. 1. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna hækkar í 97.085 kr. á mánuði. (Foreldrar utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli)
- Fæðingarstyrkur skv. 2. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna hækkar í 222.494 kr. á mánuði. (Foreldrar í fullu námi)
Þá verða ekki breytingar á greiðslum til foreldra barna sem fæddust fyrir gildistöku reglugerðarinnar.
Tengill á reglugerð nr. 1465/2023; stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=1b4da637-a223-4798-9c04-1f2d4dfbfefb
Ættleiðingarstyrkur
Frá 1. janúar 2024 verður ættleiðingarstyrkur 823.108 kr. skv. reglugerð nr. 1467/2023,
stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=13be7cae-78c9-4f70-a04e-26e3dc202774Til baka