Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi – Endurútreikningur greiðslna

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi. Breytingarnar fela í sér að hámarksgreiðslur verða hækkaðar í þremur skrefum úr 600.000 kr. á mánuði í 900.000 kr. á mánuði.

 

  • Hámarksgreiðslur verða hækkaðar í 700.000 kr. afturvirkt frá 1. apríl 2024 og gildir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur fyrir 1. janúar 2025. Hámarksgreiðslur réttinda fyrir 1. apríl 2024 verða áfram 600.000 kr.
  • Hámarksgreiðslur verða hækkaðar í 800.000 kr. vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar – 31. desember 2025.
  • Hámarksgreiðslur verða hækkaðar í 900.000 kr. vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá 1. janúar 2026.

 

Stefnt er að því að þeir foreldrar sem voru í fæðingarorlofi í júní 2024 og kunna að eiga rétt á hærri hámarksgreiðslum fái greitt skv. nýju lögunum 28. júní nk. Þá er stefnt að endurútreikningi greiðslna til foreldra sem voru í fæðingarorlofi í apríl og maí 2024, og kunna að eiga rétt á hærri hámarksgreiðslum skv. nýju lögunum, verði lokið 15. júlí nk. Foreldrar eiga ekki að þurfa óska eftir endurútreikningi þar sem Fæðingarorlofssjóður mun gera það að eigin frumkvæði.

 

Sömu breytingar og hafa verið raktar hér að framan eiga við um sorgarleyfi.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni