Hópuppsagnir í september

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í september þar sem 234 starfsmönnum var sagt upp störfum, 102 í fjármálastarfsemi, 87 í flutningum og 45 í fiskvinnslu. Flestar uppsagnirnar taka gildi á tímabilinu nóvember 2019 til maí 2020.

Tímabilið janúar til september 2019 hefur alls 941 starfsmanni verið sagt upp störfum í 17 tilkynningum, flestum í flutningum 540, í fjármálastarfsemi 102, í fiskvinnslu 66, í upplýsingastarfsemi 64, í iðnframleiðslu 37, í rekstri veitinga- og gististaða 33, í byggingarstarfsemi 32, í sérfræðistarfsemi 30, í heilbrigðis- og félagsþjónustu 19 og í verslun 18.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni