Opnun þjónustuskrifstofna - Nauðsynlegt að panta tíma
Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar opna frá og með 30. júní nk., 6. júlí nk. eða að loknum sumarleyfum starfsmanna.
Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar opna frá og með 30. júní nk., 6. júlí nk. eða að loknum sumarleyfum starfsmanna.
Ekki verður boðið upp á þátttöku í Frumkvæði í sumar vegna sumarfría en við munum taka upp þráðinn í haust. Umsóknir sem berast fyrir 15 ágúst verða því afgreiddar í byrjun september.
Atvinnuleysi lækkaði mikið í maí og fór úr 17,8% í apríl í 13,0% í maí. Munar þar mest um að atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleiðinni lækkaði úr 10,3% í 5,6%. Almenna atvinnuleysið lækkaði einnig lítið eitt, úr 7,5% í 7,4%. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi lækki enn í júní og fari þá í 11,2%.
Alls bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir Vinnumálastofnun í maí þar sem 1.323 starfsmönnum var sagt upp störfum. Bætist það ofan á hópuppsagnir mars- og aprílmánaðar þar sem yfir 80 fyrirtæki sögðu upp nærri 5.900 manns.