Heildaratvinnuleysi mældist 9,5% í júní
Almennt atvinnuleysi var 7,5% í júní og hefur haldist svipað síðustu 3 mánuði, en það var 7,4% í maí og 7,5% í apríl. Gera má ráð fyrir að það verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7%, en hækki nokkuð í ágúst þegar áhrifa hópuppsagna á vormánuðum fer að gæta í atvinnuleysistölum og verði þá á bilinu 8-9%.Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli hefur á hinn bóginn lækkað hraðar en ráð var fyrir gert og var komið niður í 2,1% í júní, samanborið við 5,6% í maí og 10,3% í apríl þegar það var hvað mest.