Snjallmennnið Vinný á vefsíðu Vinnumálastofnunar
Snjallmennið Vinný
Markmið Vinnumálastofnunar er að efla rafræna þjónustu og að þjónustuþegar geti nýtt sér sjálfsafgreiðslu í sem mestum mæli. Það er því sönn ánægja að tilkynna að snjallmennið Vinný hefur hafið störf hjá Vinnumálastofnun. Vinný er staðsett á heimasíðu stofnunarinnar og hefur það hlutverk að aðstoða þjónustuþega við að nálgast upplýsingar og svör við einföldum spurningum á skjótan og skilvirkan máta. Með tilkomu Vinný vonast stofnunin til þess álag dreifist betur og að Vinný hjálpi til við að veita svör við fyrirspurnum notenda sem hafa hingað til treyst á tölvupóst og símtöl í þjónustuver.
Vinný er enn að læra og er að fikra sig áfram í nýju hlutverki. Ef upp koma flóknar spurningar sem Vinný hefur ekki svör við er hægt að fá að tala við ráðgjafa í gegnum spjallforritið á opnunartíma Vinnumálastofnunar.
Vinný nýtir gervigreind og er gerð í samvinnu við Boost.ai og Advania sem sá einnig um innleiðingu snjallmennisins. Hönnunarstofan Kría sá um hönnun Vinný.