Hópuppsagnir í ágúst
Alls bárust 4 tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst, þar sem 284 starfsmönnum var sagt upp störfum.
Flestum var sagt upp í tveimur fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu á Suðurnesjum eða 195, 68 í flutningastarfsemi á Suðurlandi og eitt í gistiþjónustu á Vesturlandi eða 21.Uppsagnarfrestur þeirra sem sagt var upp í hópuppsögnum ágústmánaðar er í flestum tilvikum á bilinu 1 til 3 mánuðir og koma því til framkvæmda á tímabilinu október til desember.Fyrstu 8 mánuði ársins hefur 8.218 starfsmönnum verið sagt upp störfum í 125 tilkynningum um hópuppsagnir, þar af langflestum í ferðatengdri starfsemi eða u.þ.b. 7.000.