Ársfundur vinnumástofnunar 2021 verður haldinn 16. september

Ársfundur Vinnumálsatofnunar verður haldinn 16. september á Hótel Natura. Vinnumálastofnun  hefur tekist á við fjölbreytt verkefni og eðlilega hefur starfsemin undanfarið verið lituð af verkefnum  í kringum COVID-19.  Á  ársfundinum  verður farið yfir nokkur af þeim verkefnum  sem stofnunin stýrði í tengslum við faraldurinn og einnig verður rýnt í áhugaverðar tölur í tengslum við COVID-19. Þá mun rafræn ársskýrsla Vinnumálastofnunar fyrir árið  2020 verða aðgengileg að ársfundi loknum á vef Vinnumálastofnunar. Ársskýrslan gefur m.a. ítarlega mynd af starfsemi stofnunarinnar fyrir árið 2020.

Ársfundurinn verður haldinn þann 16. september á Hótel Natura. kl. 14:00. Við hlökkum til sjá ykkur.  
Vegna COVID-19  og fjöldatakmarkanna þarf að skrá sig á ársfundinn á eftirfarandi hlekk:
Skráning á ársfund Vinnumálastofnunar 2021.

Þið sem komist ekki á ársfundinn getið horft á streymi fundarins á heimasíðu Vinnumálastofnunar. www.vmst.is

Dagskrá:

Ávörp:

  • Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
  • Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar

Erindi:

  • Hafliði N. Skúlason og Omran- Kassoumeh, sérfræðingar í Flóttamannateymi Vinnumálastofnunar -Samfélagsfræðsla fyrir flóttamenn - Landneminn
  • Aron Ólafsson, Framkvæmdarstjóri Rafíþróttasamtaka Íslands -,Ný störf í nýjum iðnaði með stuðningi VMST
  • Ágústa H. Gústafsdóttir, Mannauðsstjóri Ríkislögreglustjóra - Sumarátaksstörf námsmanna
  • Þóra Ágústsdóttir, deildarstjóri EURES - fyrirtækjaráðgjafar hjá Vinnumálstofnun – Hefjum störf
  • Birna Guðmundsdóttir, deildarstjóri gagnagreingarsviðs hjá Vinnumálastofnun - Talað um tölur

Samantekt
Fundarstjóri tekur saman helstu niðurstöður fundarins.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni