Málþing: Brotthvarf úr skólum - birtingarmynd ójafnra tækifæra?
Velferðarvaktin stendur fyrir málþingi í samvinnu við félags- og vinnamarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið á Grand Hótel 15. mars kl. 14-16 undir yfirskriftinni Brotthvarf úr skólum - birtingarmynd ójafnra tækifæra? Viðburðinum verður einnig streymt á tengli sem birtist á síðum ráðuneytanna skömmu fyrir upphaf málþings. Á málþinginu verður meðal annars kynnt ný skýrsla, Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum.
Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að brotthvarf sé birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Í skýrslunni eru gögn Hagstofu Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytis greind og horft til félagslegs og efnahagslegs bakgrunns nemenda ásamt námsárangri á grunnskólastigi. Skýrsluna unnu Kolbeinn H. Stefánsson, félagsfræðingur og Helgi Eiríkur Eyjólfsson, sérfræðingur.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu á málþingið