Vinnumálastofnun hlýtur styrk vegna tilraunaverkefnisins Vegvísir

Vegvisir

Í gær undirrituðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumálaráðherra og Unnur Sverrisdóttir samkomulag um styrk ráðuneytisins að upphæð 25.000.000 kr til tilraunaverkefnisins “Vegvísir”.  Verkefninu er ætlað að stuðla að aukinni virkni og velferð ungs fólks í viðkvæmri stöðu sem er útsett fyrir ótímabæra fjarveru af vinnumarkaði eða úr skóla. Tilraunin felst í að auka samlegð og samstarf þjónustukerfa um þjónustu við hópinn.

Að verkefninu koma Vinnumálstofnun, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Virk starfsendurhæfingarsjóður, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og TR. Styrkurinn verður notaður til að ráða ráðgjafa “Vegvísi” sem mun starfa þvert á þjónustukerfin og hefur Íris Halla Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafi verið ráðin til verksins, en hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun við góðan orðstír.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni