Vegna úrskurða úrskurðanefndar velferðarmála er varða skerðingu á hlutabótum
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur í málum nr. 521, 530, 534 og 616/2021 komist að þeirri niðurstöðu að orlof og orlofsuppbót skuli ekki koma til skerðingar á hlutabótum í þeim mánuði sem greiðsla orlofs var innt af hendi. Niðurstaðan hefur m.a. áhrif á greiðslur til þeirra einstaklinga sem fengu greitt uppsafnað orlof, orlofsuppbót eða desemberuppbót á meðan þeir voru á hlutabótum árin 2020 og 2021. Unnt er að kynna sér úrskurði nefndarinnar á vef Stjórnarráðs Íslands https://www.stjornarradid.is/gogn/urskurdir-og-alit-/