Brottfall laga um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks
Um ármót munu lög um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks falla úr gildi. Frá og með 1. janúar 2025 geta fyrirtæki í vinnslustöðvun því ekki sótt um greiðslur hjá Vinnumálastofnun vegna hráefnisskorts. Í einhverjum tilfellum kunna starfsmenn fiskvinnslustöðva í vinnslustöðvun sækja um og eiga rétt á atvinnuleysistryggingum þann tíma sem vinnslustöðvun varir.
Viðkomandi starfsmaður þarf að uppfylla skilyrði um virka atvinnuleit, þ.m.t. að vera tilbúinn til að taka starfi óháð því hvort um fullt starf eða hlutastarf er að ræða eða vaktavinnu. Nýtt fyrirkomulag eftir lagabreytingar felst í raun í því að ef atvinnurekandi fellir starfsmann af launaskrá skv. 3. gr. laga nr. 19/1979, þarf viðkomandi starfsmaður að sækja um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálstofnun. Ef ástand varir lengur en þrjá daga á hann rétt á atvinnuleysistryggingum þann tíma sem hann er skráður, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Viðkomandi atvinnuleitandi þarf jafnframt að uppfylla skilyrði um virka atvinnuleit, þ.m.t. að vera tilbúinn til að taka starfi óháð því hvort um fullt starf eða hlutastarf er að ræða eða vaktavinnu.