Flutningur á verkefnum til Vinnueftirlits ríkisins
Frá og með 1. janúar 2025 mun Vinnueftirlit ríkisins taka við því hlutverki sem Vinnumálastofnun hefur haft á grundvelli laga um útsenda starfsmenn og skyldur erlendra þjónustuveitenda, laga um starfsmannaleigur og laga um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.
Eftir áramót skal því beina fyrirspurnum varðandi starfsmannaleigur, útsenda starfsmenn erlendra þjónustuveitenda og eftirlit tengt því á vinnustöðum til Vinnueftirlits ríkisins.