Atvinnuleit erlendis
Ísland er hluti af EES svæðinu og þar með sameiginlegum innri markaði Evrópusambandsins. Ein af meginstoðum þessa markaðar er frjálst flæði fólks á milli ríkja svæðisins. Íslenskir ríkisborgarar geta því starfað án sérstaks atvinnuleyfis í öllum 28 ríkjum ESB auk Noregs, Liechtenstein og Sviss.
Almennt má miða við að hægt sé að dvelja í allt að 6 mánuði í einhverju landi EES svæðisins í atvinnuleit. Eftir 6 mánuði verður að skrá sig hjá þar til bærum yfirvöldum og til þess þarf oftast að sýna fram á framfærslu með einhverjum hætti (t.d. með ráðningarsamningi) og sjúkratryggingu.
Atvinnuleitendur geta farið og leitað að vinnu í öðrum ríkjum EES svæðisins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum (U2 vottorð) og einnig geta allir sem unnið hafa á Íslandi sótt um staðfestingu á atvinnuleysistryggingu (U1 vottorð).
Atvinnuleit í öðru aðildarríki EES
Það er margt sem þú þarft að athuga ef þú vilt vinna í öðru EES-landi. Hvað þarf að gera áður en lagt er að af stað. Hvaða reglur gilda í nýju landi. Hvaða störf koma helst til greina? Hjá Vinnumálastofnun starfa EURES ráðgjafar sem geta veitt svör við helstu spurningum sem koma upp þegar hugað er að atvinnuleit erlendis.
Það getur borgað sig að byrja á að skoða vefgátt EURES en þar má finna störf auglýst af EURES (opinberum vinnumiðlunum EES-landanna) Best er að byrja á að setja inn starfsgrein (velja frá lista) og land (undir location). Á þessari síðu er verið að auglýsa eftir fólki frá Evrópska efnahagssvæðinu - t.d. fólki í þau störf sem ekki tekst að manna í viðkomandi landi. Einnig má finna upplýsingar um ástand á vinnumörkuðum landanna og upplýsingar um lífs- og vinnuskilyrði . Á síðunni má líka finna hafa uppi á Euresráðgjafa í öllum löndum Evrópu (Eures adviser). Það getur komið sér afar vel að hafa samband við einn slíkan áður en haldið er utan.
Ef þú er ert atvinnulaus og færð greiddar atvinnuleysisbætur getur þú farið í atvinnuleit til Evrópu og haldið dagpeningum þínum.U2 vottorðveitir þér rétt til að fá greiddar atvinnuleysisbætur í allt að þrjá mánuði (en þó aldrei í lengri tíma en bótaréttur leyfir) meðan þú ert að leita þér að vinnu í öðru EES ríki. Umsækjandi um U2 vottorð þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði:
- a. hefur sótt um atvinnuleysisbætur til Vinnumálastofnunar,
- b. hefur verið í virkri atvinnuleit í a.m.k. fjórar vikur fyrir brottfarardag,
- c. er heimilt að vera í frjálsri atvinnuleit í öðru aðildarríki samkvæmt lögum þess ríkis, og
- d. skráir sig í atvinnuleit hjá vinnumiðlun í því ríki þar sem atvinnuleitin fer fram samkvæmt lögum þess ríkis innan sjö virkra daga frá brottfarardegi.
Heimilt er að veita undanþágu frá skilyrði b-liðar þegar foreldri, maki, sambúðarmaki eða samvistarmaki viðkomandi dvelst við nám eða störf í því landi þar sem atvinnuleitin fer fram. Hið sama gildir ef börn viðkomandi undir 18 ára aldri eru búsett í landinu með hinu foreldri sínu eða hann hafi þegar fengið tilboð um starf þar í landi.
Vinnumálastofnun er einnig heimilt að veita viðkomandi lengri tíma til að skrá sig hjá hinni erlendu vinnumiðlun en d-liður segir til um. Greiðslur atvinnuleysisbóta falla þá niður frá og með brottfarardegi og hefjast að nýju við skráningu erlendis.
Eures - Evrópsk vinnumiðlun
EURES (European Employment Services) er samstarfsvettvangur opinberra vinnumiðlana milli ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu og er starfrækt í 31 landi í Evrópu. EURES var sett á fót árið 1994 af framkvæmdarstjórn ESB sem hefur yfirumsjón með starfseminni. Markmið EURES er að stuðla að auknum hreyfanleika vinnandi fólks á milli landa og bregðast við staðbundnum sveiflum á vinnumarkaði. Um 900 EURES ráðgjafar eru starfandi í Evrópu og miðla þeir upplýsingum um starfsemi EURES. Haldið er úti öflugri vefgátt sem veitir upplýsingar um allt er viðkemur starfsemi EURES í Evrópu auk þess sem flest lönd halda einnig úti sínum eigin heimasíðum. Á Íslandi með því að skoða vefgátt EURES www.eures.europa.eu sem er aðgengileg á 26 tungumálum, þar með talið íslensku.
Báðar heimasíður veita upplýsingar um störf í boði erlendis, auk þess sem þar má finna góð ráð fyrir atvinnuleitendur sem vilja komast út á erlendan vinnumarkað. Vefgátt EURES veitir upplýsingar um starfs- og lífsskilyrði og ástandið á vinnumarkaði í hverju landi fyrir sig auk þess að miðla upplýsingum um alla viðburði EURES í Evrópu. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um starfandi EURES ráðgjafa í hverju landi og er jafnframt boðið upp á netspjall við ráðgjafa í ákveðnum löndum.
Starfsemi EURES á Íslandi er hluti af þjónustu Vinnumálastofnunar. Hægt er að panta viðtal hjá ráðgjafa eða senda fyrirspurn á netfangið: eures@vmst.is.
Atvinnuleit í Evrópu með U2
Ef þú þiggur atvinnuleysisbætur getur þú farið í atvinnuleit til Evrópu og haldið dagpeningum þínum. Þá ferðu til útlanda með svokallað U2 vottorð, það veitir þér rétt til að fá greiddar atvinnuleysisbætur í allt að þrjá mánuði (en þó aldrei í lengri tíma en bótaréttur leyfir) meðan þú ert að leita þér að vinnu í EES ríki. Umsóknareyðublað um U2 er hægt að nálgast á skrifstofum Vinnumálastofnunar um land allt, sem og á vef Vinnumálastofnunar.
Aðalskilyrði þess að fá útgefið U2 vottorð, eru að þú þarft að vera algjörlega atvinnulaus, hafa þegið bætur samfellt í fjórar vikur fyrir brottför og ekki hafa hafnað atvinnutilboði.
Sækja þarf um vottorðið 3 vikum fyrir brottför. Gildistími þess er allt að 3 mánuðir.
Halda skal áfram að staðfesta atvinnuleit með sama hætti og áður, milli 20. - 25. dags hvers mánaðar inn á „Mínum síðum“ á heimasíðu Vinnumálastofnunnar.
Smelltu hér til að kynna þér enn betur U2 og til að fá nánari upplýsingar.
Vottorð U1 varðveisla réttar
Ef einstaklingur ætlar í atvinnuleit í öðru EES-landi er hægt að fá vottað að hann hafi verið atvinnuleysistryggður á Íslandi. Þetta er gert með því að sækja um U1 vottorð með því að fylla út eyðublaðið U1 og skila því til Vinnumálastofnunar/ Atvinnuleysistryggingasjóðs ásamt vottorði frá þeim vinnuveitendum sem þú hefur verið hjá sl. 3 ár Þetta er hægt hvort sem einstaklingur á rétt á atvinnuleysisbótum hér á landi eða ekki.
Ef starfað hefur verið í EES-landi er einnig ágætt að verða sér út um U1 vottorð í því EES-landi sem starfað hefur verið fyrir heimkomu.
Smelltu hér til að kynna þér betur atvinnuleysisbætur úr erlendum tryggingakerfum (U1).