Leiðbeiningar þessar eiga við um sjálfvalin námskeið - ekki þau sem eru skylduvirkni. Skylduvirkninámskeiðin eru greidd 100% af Vinnumálastofnun.

Vinnumálastofnun er heimilt að styrkja atvinnuleitanda sem er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins vegna þátttöku hans í starfstengdu námi eða námskeiði sem viðurkennt er sem vinnumarkaðsúrræði. Styrkurinn er háður því skilyrði að ráðgjafi meti að hið starfstengda nám eða námskeið komi til með að nýtast atvinnuleitandanum beint við atvinnuleit og til þess fallið að skila honum árangri við að finna sér starf.

Atvinnuleitandi getur valið að fara á námskeið á vegum Vinnumálastofnunar sem greitt er að fullu eða námskeið sem hann velur að eigin frumkvæði og fær þá námsstyrk til að greiða hluta af námskeiðsgjaldi. Ekki er mögulegt að nýta sér hvoru tveggja að fara á námskeið og sækja um námsstyrk á sömu önninni, velur á milli og getur einungis fengið eitt úrræði á önn.

Styrkurinn skal að hámarki nema 75% af heildar námskeiðsgjaldi en þó aldrei hærri en 80.000 kr. á ári.  Þetta á við þegar atvinnuleitandi hefur ekki nýtt námskeið eða önnur úrræði á vegum Vinnumálastofnunar á sömu önn og umsókn um styrk berst.  Styrkurinn reiknast ekki í hlutfalli af bótarétti. Einstaklingur sem er tryggður í atvinnuleysistryggingakerfinu á rétt á vinnumarkaðsúrræðum óháð bótarétti.

Vinnumálastofnun bendir atvinnuleitendum á mögulega rétt hjá stéttarfélagi en gerir ekki kröfu um að hann sé nýttur áður en umsókn um námsstyrk er lögð fram.

* Í einstaka tilvikum getur Vinnumálastofnun greitt hærri styrk en sem nemur 50% s.s. ef Vinnumálastofnun getur ekki boðið upp á námskeið á eigin vegum vegna fámennis á dreifbýlum svæðum og kaupir því stakt námskeiðspláss fyrir atvinnuleitanda hjá námskeiðshaldara.

Umsókn um námsstyrk skal berast náms- og starfsráðgjöfum VMST.

Meðfylgjandi gögn fylgi umsókn:

  • Námslýsing frá skóla/námskeiðshaldara (auk upplýsinga um staðsetningu náms og nafn fræðslustofnunar).
  • Námskostnaður (sundurliðaður ef annar er námskeiðsgjöld).
  • Lengd náms, tímasetning og fjöldi kennslustunda.

Samþykki umsóknar atvinnuleitanda um atvinnuleysisbætur þarf að liggja fyrir áður en Vinnumálastofnun getur tekið ákvörðun um veitingu námsstyrks. 

Umsókn um námsstyrk þarf að liggja fyrir a.m.k. 5 virkum dögum fyrir upphaf námskeiðs til að unnt sé að afgreiða umsóknina áður en námskeiðið hefst.

Greiðslur:

Námskeiðshaldari sendir reikning til þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar fyrir þeirri upphæð sem stofnunin á að borga.

Með skulu fylgja upplýsingar um heildarkostnað námskeiðs frá námskeiðshaldara s.s. upplýsingar um námskeið og námskeiðskostnað eða afrit af heildarreikningi vegna námskeiðs eða þeirrar greiðslu sem kemur í hluta atvinnuleitanda sjálfs að greiða.

Smelltu hér til að sækja eyðublað um námsstyrk

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni