Námstækifæri

Hjá Vinnumálastofnun geta einstaklingar á atvinnuleysisskrá átt möguleika á að stunda nám innan ákveðins ramma. Hjá ráðgjöfum færðu upplýsingar um  námskeið og námsrúrræði. 

Nám í framhaldsskóla og háskóla er óheimilt að stunda nema sérstök skilyrði séu uppfyllt. Nánari upplýsingar um hvenær heimilt er að stunda slíkt nám samhliða atvinnuleysisbótum má finna hér að neðan í viðeigandi flokki. 

Framhaldsskóla- og háskólanám - Allt að 12 einingar á önn

Þú mátt stunda allt að 12 ECTS einingar á háskólastigi eða 12 einingar á framhaldsskólastigi án þess að það hafi áhrif á rétt til atvinnuleysisbóta. 

Nám á framhaldsskólastigi má stunda í dagskóla, kvöldskóla, eða í fjarkennslu. 


Skilyrði:

 • Hámark 12 ECTS einingar á háskólastigi. 
 • Hámark 12 einingar á framhaldsskólastigi. 
 • Námið má ekki vera lánshæft til framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna. 

Skyldur meðan á námi stendur:

 • Vera í virkri atvinnuleit og tilbúin/n að taka starfi ef það býðst. 
 • Staðfesta atvinnuleit mánaðarlega. 
 • Sinna boðum um mætingu á fundi, viðtöl og annað sem Vinnumálastofnun kann að boða þig á. 

Hvað þarft þú að gera til að mega stunda námið?

Þú þarft að skila inn staðfestingu á umfangi náms á Mínum síðum. Ráðgjafar meta hvort heimilt sé að stunda námið samhliða atvinnuleysisbótum. 

Hvar finn ég reglurnar?

Reglur um nám í framhaldsskóla og háskóla samhliða atvinnuleysisbótum er að finna í 52. gr. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar. Þú getur nálgast lögin hér: 

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006054.html 


Meira en 12 einingar á önn

Þú mátt ekki stunda nám umfram 12 einingar, þ.e. 13 einingar eða meira, á framhaldsskóla- eða háskólastigi samhliða atvinnuleysisbótum nema með samþykki Vinnumálastofnunar. 

Ef samþykkt er að þú megir stunda svo umfangsmikið nám samhliða atvinnuleysisbótum skerðast atvinnuleysisbæturnar til þín í hlutfalli við umfang námsins, allt frá 43% og upp í 67%


Skilyrði:

 • Hámark 20 ECTS einingar á háskólastigi. 
 • Hámark 20 einingar á framhaldsskólastigi. 
 • Námið má ekki vera lánshæft til framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna. 
 • Sérstakar ástæður þurfa að vera til staðar og þarf Vinnumálastofnun að samþykkja fyrirfram heimild til að stunda námið. 

Skyldur meðan á námi stendur:

 • Vera í virkri atvinnuleit og tilbúin/n að taka starfi ef það býðst. 
 • Staðfesta atvinnuleit mánaðarlega. 
 • Sinna boðum um mætingu á fundi, viðtöl og annað sem Vinnumálastofnun kann að boða þig á.  

Hvað þarft þú að gera til að mega stunda námið?

Þú þarft  skila inn staðfestingu á umfangi náms á Mínum síðum og sækja svo um námssamning vegna námsins. Þú getur smellt á eftirfarandi tengil til að nálgast námssamning:
https://vinnumalastofnun.is/media/1060/umsokn-um-namssamning918815224.pdf

Námsamingur er svo sendur á netfangið:  radgjafar@vmst.is

ECTS-einingar Skerðingarhlutfall

13

43

14

47

15

50

16

53

17

56

18

60

19

63

20

66

Skerðing bóta vegna náms

ECT - einingar Skerðingarhlutfall

Hvar finn ég reglurnar?

Reglur um nám í framhaldsskóla og háskóla samhliða atvinnuleysisbótum er að finna í 52. gr. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar. Þú getur nálgast lögin hér: 

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006054.html 


Nám samhliða vinnu

Sé nám á framhaldsskóla- eða háskólastigi skilgreint sem nám samhliða vinnu er heimilt að stunda það samhliða atvinnuleysisbótum án þess að það hafi áhrif á rétt til atvinnuleysisbóta. 


Skilyrði:

 • Nám sé skilgreint sem nám með vinnu af viðkomandi menntastofnun. 
 • Nám sé ekki lánshæft til framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna. 

Skyldur á meðan á námi stendur:

 • Vera í virkri atvinnuleit og tilbúin/n að taka starfi ef það býðst. 
 • Staðfesta atvinnuleit mánaðarlega. 
 • Sinna boðum um mætingu á fundi, viðtöl og annað sem Vinnumálastofnun kann að boða þig á. 

Hvað þarft þú að gera til að mega stunda námið?

Þú þarft að skila inn staðfestingu á umfangi náms á Mínum síðum og sækja svo um námssamning vegna námsins. Smelltu á eftirfarandi hlekk til að sækja um námssamning:
https://vinnumalastofnun.is/media/1060/umsokn-um-namssamning918815224.pdf

Námsamingur er svo sendur á netfangið:  radgjafar@vmst.is

Hvar finn ég reglurnar?

Reglur um nám í framhaldsskóla og háskóla samhliða atvinnuleysisbótum er að finna í 52. gr. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar. Þú getur nálgast lögin hér: 

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006054.html 


Ljúka yfirstandandi önn

Sækir þú um atvinnuleysisbætur eftir að námsönn er hafin, þá máttu ljúka þeirri önn ef önnin var hafin þegar þú misstir starf þitt án þess að það hafi áhrif á rétt til atvinnuleysisbóta. 


Skilyrði:

 námsönnin hafi verið hafin þegar þú  misstir starfið og  sækir um atvinnuleysisbætur.

Skyldur meðan á námi stendur:

 • Vera í virkri atvinnuleit og tilbúin/n að taka starfi ef það býðst. 
 • Staðfesta atvinnuleit mánaðarlega. 
 • Sinna boðum um mætingu á fundi, viðtöl og annað sem Vinnumálastofnun kann að boða þig á. 

Hvað þarft þú að gera til að mega stunda námið?

Þú þarft að skila inn staðfestingu á umfangi náms á Mínum síðum og sækja svo um námssamning vegna námsins Smelltu á eftirfarandi hlekk til að nálgast námssamning: https://vinnumalastofnun.is/media/1060/umsokn-um-namssamning918815224.pdf

Námsamingur er svo sendur á netfangið:  radgjafar@vmst.is

Hvar finn ég reglurnar?

Reglur um nám í framhaldsskóla og háskóla samhliða atvinnuleysisbótum er að finna í 52. gr. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar.

Í 5. mgr. greinarinnar finnur þú regluna um réttinn til að ljúka yfirstandandi önn.

Þú getur nálgast lögin hér: 

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006054.html 


Vottaðar námsleiðir hjá framhaldsfræðsluaðilum

Þú mátt stunda nám sem er í boði innan framhaldsfræðslunnar s.s. grunnmenntaskóla, menntastoðir og aðrar vottaðar námsleiðir án þess að það hafi áhrif á rétt til atvinnuleysisbóta. 


Skilyrði:

 • Umsókn um atvinnuleysisbætur sé samþykkt. 
 • Að um sé að ræða viðurkennda vottaða námsleið.

Skyldur á meðan námi stendur:

Þú þarft að vera í virkri atvinnuleit á meðan á námskeiðinu stendur.

Mætingarskylda er 80%.

Þegar skráning á námskeið er staðfest er gerður námssamningur milli Vinnumálastofnunar og atvinnuleitanda.

Hvar finn ég lista yfir þær námsleiðir sem falla hér undir?

Listi yfir námsleiðir er hægt að nálgast á heimasíðu Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni