Námskeið 

Vinnumálastofnun býður upp á ýmis námskeið meðan þú færð greiddar atvinnuleysisbætur.  Þú getur valið þér sjálfur námskeið, leitað að námskeiði hjá þinni þjónustuskrifstofu eða sótt um að fara á fjarnámskeið.

Námskeið í boði hjá þjónustuskrifstofum - Námskeið sem þú velur sjálf(ur):

  • Námskeið á vegum Vinnumálastofnunar

Vinnumálastofnun býður upp á ýmis námskeið meðan þú færð greiddar atvinnuleysisbætur. Til að nálgast frekari upplýsingar um hvaða námskeið eru í boði hverju sinni skaltu smella á viðkomandi þjónustuskrifstofu. Athugaðu að skráning á námskeið á vegum Vinnumálastofnunar er bindandi og þú þarft að uppfylla skilyrði um virka þátttöku á námskeiðunum og a.m.k. 80% mætingarskyldu.

Fjarnámskeið á vegum Vinnumálastofnunar

Námskeið Vinnumálastofnunar á Höfuðborgarsvæðinu

Námskeið Vinnumálastofnunar Vesturlandi

Námskeið Vinnumálastofnunar á Suðurlandi

Námskeið Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum

Námskeið Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra

Námskeið Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra

Námskeið Vinnumálastofnunar á Austurlandi

  • Námskeið að eigin frumkvæði atvinnuleitanda

Þú getur líka sjálf(ur) fundið námskeið sem þig langar að fara á meðan þú ert atvinnulaus. Sé þetta námskeið sem styrkir þig í atvinnuleitinni þá gætir þú átt rétt á námsstyrk vegna þess.

Námsstyrkurinn er 80.000 kr. á ári en Vinnumálastofnun styrkir aldrei meira en því sem nemur 75% af námskeiðsgjaldi hverju sinni. 

Athugaðu að það þarf að sækja um námsstyrk og fá hann samþykktan áður en námskeið hefst. 
Smelltu hér til þess að nálgast umsóknar eyðublöð. 
Umsókn um námsstyrk er svo sendur á radgjafar@vmst.is

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni