pageicon

Námskeið á Vestfjörðum

Vorönn 2023

Ef þú ert í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun og hefur fengið staðfestan bótarétt stendur þér til boða að auka möguleika þína á vinnumarkaði með ýmsum úrræðum m.a. ráðgjöf og námskeiðum sem eru þér að kostnaðarlausu. Mikilvægt er að skipuleggja starfsleit, setja sér markmið og skoða hvort að aukin þekking með því að sækja nám eða námskeið geti styrkt stöðu þín í atvinnuleit. Til að aðstoða þig við þetta getur þú pantað tíma hjá ráðgjafa Vinnumálastofnunar og rætt hugmyndir þínar. 

Atvinnuleitendur geta sótt um námssamning að uppfylltum ákveðnum skilyrðum samhliða atvinnuleysisbótum til að stunda starfsnám. Einnig er hægt að sækja um námskeiðsstyrk til að sækja starfstengd námskeið (sjá umsóknareyðublað: https://www.vinnumalastofnun.is/media/1061/umsokn-um-namsstyrk-mai-20101464625332.pdf).

Ef þú hefur greitt í stéttarfélag getur þú sótt um námsstyrk á móti styrk Vinnumálastofnunar. Athugið að skila þarf inn umsókn áður en nám /námskeið hefst. Nánari upplýsingar eru veittar hjá ráðgjafa Vinnumálastofnunar.

Meginregla er að atvinnuleitandi fari ívinnumarkaðsúrræði (náms- eða starfsúrræði) innan þriggja mánaða frá skráningu enda ber atvinnuleitanda að vera virkur í atvinnuleit og gera það sem hann getur til að auka líkur á að fá starf.  Atvinnuleitendur eru einnig boðaðir (skylduþátttaka) í ráðgjöf, á námskeið og á fræðslufundi á vegum Vinnumálastofnunar.

Eftirfarandi námskeið verða í boði á haustönn 2019 hjá Vinnumálastofnun á Vestfjörðum atvinnuleitendum að kostnaðarlausu en skrá þarf sig hjá ráðgjafa Vinnumálastofnunar s 5154800 (eða með tölvupósti á netfangið vestfirdir@vmst.is. Rétt er að benda á að þátttaka ræður því hvort af námskeiði verður og því ekki tryggt að námskeiðið fari af stað. Eins getur verið um takmörkun á fjölda þátttakenda og því er ekki tryggt að viðkomandi komist að á tilteknu námskeiði. Því þarf að hafa samband sem fyrst ef vilji er til að sækja námskeiðin.


Notkun tölvuforrita

Vefurinn: tolvunam.is er kennsluvefur í tölvunotkun.  Vefurinn hefur að geyma fjölmörg námskeið í notkun skrifstofuhugbúnaðar Microsoft Office og í fleiri vinsælum forritum.   Vefurinn nýtist bæði sem sjálfstæð tölvunámskeið og sem uppfletti- og hjálpartæki. Markmið kennsluvefsins er að notendur geti bjargað sér sjálfir og lært á hugbúnaðinn á eigin spýtur. Vönduð námskeið í Exel, Word, Outlook, PowerPoint ofl. forritum (Office 2013). Atvinnuleitendur með staðfestann bótarétt geta fengið aðgang að þessum námskeiðum og er aðgangurinn opinn í  þrjá mánuði. Það er því um að gera að vera dugleg/ur að tileinka sér nýja færni með því að sækja þessi námskeið.  

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið vestfirdir@vmst.is  Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda. Einnig er hægt að koma á þjónustuskrifstofu eða hafa samband í síma 5154800 (biðja um vestfirði) 

Athugaðu að mætingaskylda er á öllum námskeiðum sem Vinnumálastofnun styrkir. Fari mæting undir 80% eru fjarvistir sendar til Greiðslustofu Vinnumálastofnunar til ákvörðunar og geta fjarvistir leitt til niðurfellingar bóta skv. lögum um atvinnuleysistryggingar 

Sálfræðiþjónusta á netinu

Vefurinn minlidan.is býður upp á alhliða sálfræðiþjónustu á netinu. 

Boðið er upp á staðlaða hugræna atferlismeðferð (HAM) við einkennum þunglyndis, félagskvíða og lágu sjálfsmati. Öll samskipti við sálfræðing fara fram í gegnum skrifaðan texta. 

Mín líðan er ný leið í sálfræðiþjónustu á Íslandi og var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis. 

Árið 2019 bætti Mín líðan þjónustu sína með því að bjóða einnig upp á fjarviðtöl, sem eru myndfundir þar sem hægt er að eiga samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum Internetið. Nánari upplýsingar um þessa þjónustu má finna á minlidan.is 

Ef þú átt staðfestan bótarétt og ert að glíma við vanlíðan getur sótt um að fá tíma hjá sálfræðingi hjá Mín líðan í gegnum Vinnumálastofnun þér að kostnaðarlausu. 

Ef þú hefur áhuga á að skrá þig í þessa meðferð sendu þá tölvupóst á netfangið vestfirdir@vmst.is. Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda. Einnig er hægt að koma á þjónustuskrifstofu eða hafa samband í síma 5154800 (biðja um vestfirði)  

Athugaðu að mætingaskylda er á öllum námskeiðum sem Vinnumálastofnun styrkir. Fari mæting undir 80% eru fjarvistir sendar til Greiðslustofu Vinnumálastofnunar til ákvörðunar og geta fjarvistir leitt til niðurfellingar bóta skv. lögum um atvinnuleysistryggingar.

Gerð ferilskrár – námskeið á netinu

Góð ferilskrá er afar mikilvægt verkfæri í atvinnuleit.  Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriðin sem mikilvægt er að hafa í huga þegar ferilskrá er gerð. Gott er að vera búinn að skrá niður vinnustaði sem maður hefur unnið á og menntun og námskeið sem maður hefur sótt áður en námskeið hefst. Einnig verður farið í nokkra þætti sem eru mikilvægir í atvinnuleit.   

Ráðgjafi mun aðstoða þig við að fullgera ferilskrána ef á þarf að halda og veita aðstoð við að hlaða henni inn á mínar síður atvinnuleitenda.  

Námskeiðið er á netinu og er þátttaka óháð búsetu. 

Nánari upplýsingar og skráning fer fram í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun á netfangið vestfirdir@vmst.is  Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda. Einnig er hægt að koma á skrifstofu eða hafa samband í síma 5154800 (biðja um vestfirði).  

Athugaðu að mætingaskylda er á öllum námskeiðum sem Vinnumálastofnun styrkir. Fari mæting undir 80% eru fjarvistir sendar til Greiðslustofu Vinnumálastofnunar til ákvörðunar og geta fjarvistir leitt til niðurfellingar bóta skv. lögum um atvinnuleysistryggingar.

Íslenska sem annað mál

Íslenska sem annað tungumál 
Vinnumálastofnun á Vestfjörðum stendur fyrir íslenskunámskeiðum fyrir innflytjendur og flóttamenn sem eru skráðir í atvinnuleit á Vestfjörðum ef næg þátttaka fæst. 
 
Nánari upplýsingar og skráning fer fram í tölvupósti til Vinnumálastofnunar á netfangið vestfirdir@vmst.is. Ef þú hefur áhuga á ákveðnu íslenskunámskeiði sendu þær upplýsingar með í tölvupóstinum ásamt nafni og kennitölu þátttakanda. 

Athugaðu að mætingaskylda er á öllum námskeiðum sem Vinnumálastofnun styrkir. Fari mæting undir 80% eru fjarvistir sendar til Greiðslustofu Vinnumálastofnunar til ákvörðunar og geta fjarvistir leitt til niðurfellingar bóta skv. lögum um atvinnuleysistryggingar.

Icelandic as a second language

The Directorate of Labour in the Westfjords  provides Icelandic language courses to immigrants and refugees who are registered as job seekers in the Westfjords if enough participation is obtained. 

Further information and registration is made via email to The Directorate of Labour in email address vestfirdir@vmst.is. If you are interested in a certain Icelandic course, send that information in the email with the name and ID number of the participant   

Please note that attendance is compulsory at all courses that are sponsored by the Directorate of Labor. If attendance falls below 80%, absences hours are sent to the Payment Office. Absences may lead to the cancellation of unemployment benefits according to unemployment insurance law.

 

Námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Atvinnuleitendum með staðfestan rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta stendur til boða að sækja um námsstyrk vegna námskeiða hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem gera styrkt stöðu atvinnuleitanda í atvinnuleit. Einnig eru styrkt námskeið hjá öðrum viðrukenndum námskeiðshöldurum. Athugið að senda inn umsókn um námsstyrk a.m.k. fimm dögum áður en námskeiðið til að þú fáir svar um námsstyrk . Námskeið Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er að finna á frmst.is 

Nánari upplýsingar varðandi þessi námskeið gefur Fræðslumiðstöð í síma 4565025 og í tölvupósti á netfangið: frmst@frmst.is 

Athugaðu að mætingaskylda er á öllum námskeiðum sem Vinnumálastofnun styrkir. Fari mæting undir 80% eru fjarvistir sendar til Greiðslustofu Vinnumálastofnunar til ákvörðunar og geta fjarvistir leitt til niðurfellingar bóta skv. lögum um atvinnuleysistryggingar 

 

Fjárnámskeið

Fjarnámskeið í boði hverju sinni hjá Vinnumálastofnun . Þau eru opin fyrir atvinnuleitendur allstaðar af landinu. Við hvetjum atvinnuleitendur til að skoða þessi  námskeið en þau eru atvinnuleitendum að kostnaðarlausu sem njóta greiðslu atvinnuleysisbóta og hafa fengið úrskurðaðan bótarétt. 

Smelltu hér til að skoða fjarnámskeið.

Athugaðu að mætingaskylda er á öllum námskeiðum sem Vinnumálastofnun styrkir. Fari mæting undir 80% eru fjarvistir sendar til Greiðslustofu Vinnumálastofnunar til ákvörðunar og geta fjarvistir leitt til niðurfellingar bóta skv. lögum um atvinnuleysistryggingar.

 


Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni