Námskeið á Norðurlandi vestra
Haustönn 2024
Þú getur aukið möguleika þína á vinnumarkaði með því að sækja ýmis atvinnutengd námskeið meðan þú ert í leit að starfi. Ef þú ert skráður atvinnuleitandi hjá Vinnumálastofnun Norðurlandi vestra og ert með staðfestan rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta standa ákveðin atvinnutengd námskeið þér til boða endurgjaldslaust á vegum Vinnumálastofnunar Norðurlandi vestra.
Við minnum á að hægt er að sækja um námsstyrk vegna annarra atvinnutengdra námskeiða sem haldinn eru á vegum ýmissa aðila annarra en Vinnumálastofnunar. Umsóknareyðublað fyrir námsstyrk má finna hér. Mikilvægt er að skila inn umsókn til Vinnumálastofnunar Norðurlandi vestra tímanlega áður en námskeiðið hefst svo það fyrir liggi í byrjun námskeiðs hvort umsóknin hefur verið samþykkt eða ekki.
Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er einnig hægt að óska eftir að gera námssamning vegna lengra náms samhliða atvinnuleitinni. Nánari upplýsingar eru á vef Vinnumálastofnunar og hjá ráðgjöfum.
Þjónusta ráðgjafa stendur einnig til boða endurgjaldslaust fyrir atvinnuleitendur sem vilja fá aðstoð við atvinnuleitina almennt, setja sér markmið og stefnu í leit að starfi og skoða möguleika á námskeiðum og námi samhliða atvinnuleitinni.