Nám hjá Farskólanum – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
Atvinnuleitendum með staðfestan rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta stendur til boða að sækja um námsstyrk vegna atvinnutengdra námskeiða hjá Farskólanum. Nauðsynlegt er að senda inn umsókn um námsstyrk a.m.k. 5 dögum áður en námskeiðið hefst svo tími gefist til að svara umsóknum formlega.
Nánari upplýsingar varðandi þessi námskeið gefur Farskólinn í síma 455-6010 og 455-6011 og tölvupósti á netfangið farskolinn@farskolinn.is