Fjarnámskeið á vegum Vinnumálastofnunar
Hér að neðan eru þau fjarnámskeið sem í boði eru á vegum Vinnumálastofnunar.
ADHD og fjármál
Fjarnámskeið – zoom
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áskoranir varðandi ADHD og fjármála yfirsýn. Við förum yfir hvernig við getum byggt upp betra samband við fjármálin okkar, vinnum með hvatvísi og segjum bless við skömmina sem fylgir oft óreiðu á fjármálum. Við lærum mismunandi aðferðir til að setja okkur fjárhagsleg markmið og standa við þau og hvar við getum sparað. Við förum yfir hvernig er hægt að halda heimilisbókhald á einfaldan og skemmtilegan hátt og hvernig við búum okkur til ADHD vænar fjármála rútínur. Við einbeitum okkur betur að því að byggja upp jákvæðar tilfinningar fyrir fjármálin okkar og hvað það kostar okkur í raun og veru að lifa. Þú færð verkfæri eftir námskeiðið til þess að vera betur tengd við peningana þína til að stjórna þeim í stað þess að þeir stjórni þér.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Valdís Hrönn, fjárhagsmarkjálfi.
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið: namskeidhb@vmst.is
Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.
Sjá nánar um þessi námskeið á heimasíðu ADHD samtakanna https://www.adhd.is
ADHD KAOS
ADHD KAOS er rafrænt átta vikna fræðslunámskeið sem er hannað af löggildum sálfræðingum sérstaklega fyrir ungmenni og fullorðna sem glíma viðað hafa grun um að vera með athyglisbrest og ofvirkni/hvatvísi (ADHD). ADHD KAOS leggur mikla áherslu á að auka aðgengi almennings að ADHD fræðsluefni. Fræðslunámskeiðið er því í rafrænu formi svo að notendur geta nýtt sér það óháð búsetu og tíma. ADHD KAOS er átta vikna námskeið en þó aðgengilegt í 10 vikur eftir skráningu.
Viðfangsefni námskeiðs: ADHD KAOS námsskeiðið er rafrænt sjálfshjálparefni sem leiðir notendur áfram til að skilja hvað ADHD er, hver einkennin eru og hvaða mismunandi leiðir er hægt að fara til að takast á við þau einkenni.
Námskeiðið er hannað út frá gagnreyndum aðferðum og með að leiðarljósi að vera hagnýtt. Fræðslan er yfirgripsmikil og tekur á hinum ýmsum þáttum sem varða ADHD, allt frá einkennum og orsakaþáttum, tímastjórnun, tilfinningastjórnun, vanda með sjálfsmat, vinnu/skóla og hvernig má tileinka sér góðar venjur sem hjálpa einstaklingum að ná betri tökum á daglegu lífi.
Hver fræðslulota inniheldur myndband sem er um 20 mínútur, lesefni, verkefni og spurningalista til að geta fylgst með eigin árangri.
Nánari upplýsingar er hægt að fá á www.adhdkaos.is
Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is
Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.
Áfram veginn!
Fjarnámskeið,
Á netnámskeiðinu ætlum við að fræðast um ADHD með styrkleika að leiðarljósi.
Vissir þú að með auknum skilningi á þínu ADHD eykur þú líkurnar á betri stjórn og auknum lífsgæðum í daglegu lífi.
Áskoranir ADHD geta haft margvísleg áhrif á daglegt líf. Á námskeiðinu skoðum við hvar þær liggja og aðferðir til að takast á við þær og ná betri tökum á þeim.
Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundabúnað ZOOM, tvo miðvikudaga í röð.
Megin þemu námskeiðsins eru:
- Taugaþroskaröskun ADHD.
- Stýrifærni heilans.
- Greiningarferli ADHD.
- Mikilvægi greiningar og sáttar við greiningu.
- Þróun sjálfsmyndarinnar og fylgiraskanir ADHD.
- Hugræna líkanið.
- Styrkleikar ADHD.
- Bjargráð verða kynnt til sögunnar.
- Kynning á meðferðarúrræðum fyrir ADHD.
Leiðbeinendur vefnámskeiðsins eru Sigrún Jónsdóttir þroskaþjálfi og ADHD - og einhverfu markþjálfi og Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir ADHD markþjálfi.
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið: namskeidhb@vmst.is
Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.
Sjá nánar um þessi námskeið á heimasíðu ADHD samtakanna https://www.adhd.is
Ég vil vinna
Á þessu námskeiði er farið ítarlega yfir það hvernig er hægt að auka líkurnar á að fá óskastarfið. Að auki er lögð áhersla á að takast á við atvinnuleysið með jákvætt hugarfar og aðferðir kenndar til að takast á við sjálfsefa o.fl. er tengist atvinnuleit.
- Atvinnuleitin, ferilskrá og kynningarbréf.
- Hvernig hver og einn skipuleggur atvinnuleitina.
- Seigla, sjálfsskoðun og sjálfs-hvatning.
- Aðferðir til að bugast ekki í atvinnuleitinni.
- Markmiðaáætlun.
- Breytt fjármálastaða.
- Áskoranir.
Leiðbeinandi: Hildur Jakobína, MBA og Msc. í vinnusálfræði.
Staðsetning: kemur síðar. Bæði stað- og fjarnámskeið.
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is
Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.
Vöxtur og vegferð – einhverfa
Vöxtur og vegferð er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 16 ára og eldri sem er með greiningu eða grun um að vera á einhverfurófinu. Á námskeiðinu fá þau fræðslu um einkenni einhverfu, áhrif á líðan, samskipti við aðra, stýrifærni við iðju og rýnt er í styrkleika og farið í markmiðasetningu.
Námskeiðið byggir á kenningum um taugasálfræðilegan þroska, skynjun og skynúrvinnslu (Sensory Integration Theory), iðju og þátttöku (Model of Human Occupation), reynslunámi (Experiential learning), styrkleikanálgun og valdeflingu (Empowerment).
Tilgangur námskeiðs er að skilja kjarna persónunnar, ólíka hegðun og tegund af samskiptum. Áhersla er lögð á mikilvægi samkenndar í eigin garð, trú á eigin getu og veittur stuðningur við að móta næstu skref í vegferð lífsins. Markmið þátttöku er að efla sjálfsmynd, skilning á eigin líðan og efla getu til að takast á við ólíkar aðstæður í samskiptum, félagsþátttöku og í starfi.
Umsagnir fyrrum þátttakenda einkennast af því að upplifa efni námskeiðs gagnlegt, eflandi og hvetjandi þar sem þau fái tækifæri á að máta sig og sínar aðstæður við aðstæður annarra, umræður og innihald námskeiðsins.
Kennari: Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi og Sigrún Jónsdóttir þroskaþjálfi, einhverfu og ADHD markþjálfi
Tímalengd: kennt er 1x í viku, 2 klst í senn í 6 vikur.
Staðsetning: Lífsgæðasetrið St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði eða á netinu gegnum ZOOM - fyrir þá sem treysta sér ekki til að mæta í hús eða eru búsettir út á landi.
Ath, strætó nr. 1 stoppar fyrir aftan húsið (við Hringbraut/St. Jósefsspítali) og strætó nr. 21 á Strandgötu (við Víkingaheimilið) í ca 5-7 mínútna gönguleið frá St. Jó.
https://www.heimastyrkur.is/vöxtur-og-vegferð-my-growth-path
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið: namskeidhb@vmst.is
Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.
Það eru alltaf til leiðir og lausnir
Allt sem við erum að kljást við hefur lausn og það sama á við atvinnumissi. Að missa vinnu er ekki skemmtilegt, að vera án vinnu til lengri tíma er enn verra. Form þessa námskeiðs er samtalsform ásamt smá heimavinnu sem leiðbeinandi veitir endurgjöf á.
Á námskeiðinu eru skoðaðar nýjar leiðir í atvinnuleit og hvernig hægt er að undirbúa sig betur til að fá það starf sem þú óskar eftir.
Leiðbeinandi vill fá spurningar og pælingar frá þátttakendum og saman munum við finna leiðir og lausnir sem mun koma þér skrefi nær í launað starf.
Við hittumst í netheimum 3x í tvo tíma.
Leiðbeinandi: Aníka Rós Pálsdóttir, MS í þjónustustjórnun.