Áhrif COVID-19 á úrvinnslu tímabundinna atvinnuleyfa hjá Vinnumálastofnun

Ljóst er að vegna þeirra óvenjulegu aðstæðna sem upp eru komnar, meðal annar í starfsemi Vinnumálastofnunar, er ljóst að úrvinnslutími inn kominna umsókna um tímabundin atvinnuleyfi mun lengjast nokkuð.

Afgreiðslu nýrra atvinnuleyfa frestað að hluta.

Þá hefur stofnunin tekið ákvörðun um að allar umsóknir um ný atvinnuleyfi á grundvelli 8. gr., 9. gr. og 15. gr. laga nr. 97/2007 um atvinnuréttindi útlendinga sem borist hafa Útlendingastofnun eftir 15. mars 2020 verði ekki tekin til efnislegrar úrvinnslu hjá stofnuninni fyrr en 15. maí 2020. Er hér um að ræða umsóknir um ný leyfi en ekki framlengingar á gildandi leyfum. Þeir leyfaflokkar sem hér um ræðir eru: Tímabundin atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, tímabundin atvinnuleyfi vegna skorts á starfsfólki og tímabundin atvinnuleyfi til sérhæfðra starfsmanna á grundvelli þjónustusamnings eða samstarfssamnings.  Þá er ljóst að mannaflaþörf á innlendum vinnumarkaði hefur dregist verulega saman, bæði hvað varðar ófaglærða og faglærða einstaklinga. Vekur stofnunin athygli tilvonandi umsækjenda um atvinnuleyfi á grundvelli 8. og 9. gr. laganna að tímabundin atvinnuleyfi á þeim grundvelli fáist aðeins veitt  að starfsfólk teljist ekki fáanlegt, hvorki á innlendum vinnumarkaði né innan Evrópska efnahagssvæðisins, í EFTA-ríkjum eða í Færeyjum

Umsækjendur nýrra tímabundinna atvinnuleyfa á sviði heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu geta eftir sem áður óskað eftir að fá umsóknir sínar teknar til efnislegrar meðferðar enda falla störf viðkomandi undir undanþágu b-liðs 2. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 238/2020 um breytingu á reglugerð um för yfir landamæri. [ https://utl.is/index.php/um-utlendingastofnun/frettir/1086-ferdhatakmarkanir-til-islands-og-14-daga-sottkvi-fyrir-alla-medh-busetu-a-islandi]

Flýtimeðferð afnumin tímabundið

Undanfarin ár hafa umsækjendur um dvalar- og atvinnuleyfi á grundvelli atvinnuþáttöku geta greitt fyrir flýtimeðferð á leyfum sínum að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Vegna álags og lengri úrvinnslutíma atvinnuleyfa hjá stofnuninni er ljóst að Vinnumálastofnun mun ekki geta sinnt beiðnum um flýtimeðferðir á afgreiðslu tímabundinna atvinnuleyfa innan tilhlýðilegs tíma. Mun stofnunin því leggja af verklag um flýtimeðferð atvinnuleyfa til 1. maí næstkomandi.

 

Ofangreindar dagsetningar verða endurskoðaðar næst 17. apríl 2020.

Biðst stofnunin velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að hljótast af þessu.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni