Ekki er hægt að sækja um greiðslur strax vegna minnkaðs starfshlutfalls.
Alþingi hefur samþykkt frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda. Athugið að það er ekki hægt að sækja strax um þessar greiðslur þar sem umsóknarformið er ekki tilbúið. Vinnumálastofnun leggur nú kapp á að vinna að stafrænni útfærslu fyrir þessa umsókn og er ekki hægt að sækja um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar meðan á þeirri vinnu stendur.
Við munum senda út tilkynningu þegar umsóknargrunnurinn er tilbúinn og einstaklingar sem fara í minnkað starfshlutfall geta sótt um. Athugið að allar umsóknir munu gilda afturvirkt frá 15. mars.Vinnumálastofnun biður fólk um að sýna biðlund vegna mikils álags og hvetur alla til að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu stofnunarinnar.
Við þökkum skilninginn.Kær kveðja, Starfsfólk Vinnumálastofnunar