Tilkynning vegna endurgreiðslu á minnkuðu starfshlutfalli
Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun beina því til þeirra atvinnurekenda sem áhuga hafa á að greiða stofnuninni þá fjárhæð sem Atvinnuleysistryggingasjóður hefur innt af hendi vegna samkomulags þeirra við starfsmenn sína um minnkað starfshlutfall, að senda tölvupóst með erindi þess efnis á netfangið: hb.endurgreidsla@vmst.is og verður erindið afgreitt eins fljótt sem kostur er.