Tilkynning varðandi hlutabótaleið og minnkað starfshlutfall
Vinnumálastofnun minnir á að frá og með 1. júlí til 31. ágúst verður starfshlutfall að hafa lækkað um 20 prósentustig hið minnsta og launamaður verður að halda a.m.k. 50% starfshlutfalli til að eiga rétt á hlutabótum. Vinnumálastofnun greiðir því í mesta lagi 50% af tekjutengdum atvinnuleysisbótum frá og með 1. júlí, en þær nema í dag 228.202 kr. fyrir heilan mánuð.
Launamaður staðfestir áframhaldandi nýtingu á úrræðinu milli 20. og 25. hvers mánaðar á mínum síðum atvinnluleitenda.
Atvinnurekendur þurfa að fara inn á mínar síður atvinnurekenda og uppfæra starfshlutfall og tekjuáætlun m.v. 50% starfshlutfall fyrir 28. júlí.