Fréttir 2019 Maí

Röskun á netsambandi vegna viðhalds

Vegna viðhalds á tölvukerfi Vinnumálastofnunar gætu orðið truflanir á þjónustusíðum Vinnumálastofnunar eftir kl 15:00 í dag, miðvikudaginn 29.05.2019. Áætlað er að aðgerðin taki um 4 klukkustundir.  

Lesa meira

Úthlutun styrkja til Atvinnumála kvenna

Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað þann 17.maí og fengu 29 verkefni styrki að upphæð kr. 40.000 milljónir. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra afhenti styrkina í athöfn sem fór fram í Hörpu. 

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi var 3,7% í apríl

Skráð atvinnuleysi í apríl mældist 3,7% og voru að jafnaði 6.803 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í apríl.
Að meðaltali fjölgaði atvinnulausum um 841 á atvinnuleysisskrá frá mars eða um 0,5 prósentustig.

Lesa meira

Leiðrétting vegna fréttar um WOW air

Í fréttum í síðustu viku var haft eftir öðrum skiptastjóra WOW air að greiðslur á launakröfum fyrrum starfsfólks WOW sem Ábyrgðasjóður launa ábyrgist muni berast seinni part júlímánaðar.  Í ljósi þessa telur Vinnumálastofnun rétt að koma því á framfæri að umræddar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa munu í fyrsta lagi eiga sér stað með haustinu og jafnvel ekki fyrr en undir áramót. Um er að ræða eitt umfangsmesta þrotabú sem Ábyrgðasjóður launa hefur fengið til meðferðar og er því fyrirséð að það muni taka nokkurn tíma að afgreiða þær kröfur sem berast sem og að önnur þrotabú eru einnig til afgreiðslu hjá sjóðnum.

Lesa meira

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl.

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni