Fréttir 2022 Desember

Lög um sorgarleyfi nr. 77/2022 taka gildi 1. janúar 2023

Þann 1. janúar nk. taka gildi lög um sorgarleyfi, nr. 77/2022. Markmið laganna er að tryggja foreldrum svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og eftir atvikum til að styðja við eftirlifandi systkin við að aðlagast breyttum aðstæðum. Einnig er þeim ætlað að auka líkur á að foreldrar geti átt farsæla endurkomu á vinnumarkað og geti tekið virkan þátt í samfélaginu að nýju í kjölfar barnsmissis. Lögin taka til réttinda foreldra sem hafa verið í samfelldu starfi á innlendum innumarkaði til sorgarleyfis sem og greiðslna til að koma til móts við tekjutap þeirra á því tímabili sem sorgarleyfi varir. Einnig taka lögin til réttinda foreldra utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli og foreldra í fullu námi til sorgarstyrks. Réttur foreldris til sorgarleyfis eða sorgarstyrks er í allt að sex mánuði frá þeim tíma sem það verður fyrir barnsmissi og fellur niður 24 mánuðum síðar.

Lesa meira


Útgáfa mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar frestast til 13. desember

Vegna tæknilegra örðugleika frestast nóvemberútgáfa mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar til 13. desember.

Lesa meira

Hópuppsagnir í nóvember

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í Nóvember.

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni