Styrkjum til atvinnumála kvenna úthlutað
Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað þann 19.maí síðastliðinn í Hörpu og fengu 30 verkefni styrki samtals að fjárhæð 35.000.000 kr.
Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað þann 19.maí síðastliðinn í Hörpu og fengu 30 verkefni styrki samtals að fjárhæð 35.000.000 kr.
Skráð atvinnuleysi í apríl var 3,3% og minnkaði úr 3,5% í mars. Í apríl 2022 var atvinnuleysið hins vegar 4,5%.Sjá meira:
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 71 einstaklingi var sagt upp störfum þar af 54 í opinberri stjórnsýslu og 17 í flutningum.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Páll Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður efnahags- og samkeppnishæfnisviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, og Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um stóraukinn einstaklingsmiðaðan stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Meira en 450 milljónum króna verður varið til verkefnisins yfir þriggja ára tímabil.