Opnað fyrir umsóknir vegna stuðning til greiðslu launa
Vinnumálastofnun hefur nú opnað umsókna- og greiðslukerfi fyrir umsækjendur um tímabundinn stuðning vegna launagreiðslna þeirra sem ekki hafa getað sinnt störfum sínum í Grindavík.
Starfsfólk og sjálfstætt starfandi einstaklingar sem ekki hafa getað sinnt störfum sínum í Grindavíkurbæ og atvinnurekendur sem greitt hafa slíku starfsfólki úr Grindavík laun geta átt rétt á stuðningnum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Sjá nánar um málið hér:
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir starfsfólk sem ekki fær lengur laun frá atvinnurekanda og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Ráðgert er að opna umsóknarferli fyrir atvinnurekendur föstudaginn 15. desember næstkomandi.
Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið á studningur@vmst.is.
Símatími þjónustuvers vegna stuðnings til greiðslu launa er mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9-11, síma 531 7141. Einnig verður hægt að fá ráðgjöf og upplýsingar í Þjónustumiðstöð Grindavíkur í Tollhúsinu.
Þá getur Snjallmennið Vinny svarað spurningum varðandi fyrirkomulagið: Vinny